Margrét Lára: Ég fékk smá áfall

Margrét Lára Viðarsdóttir er hluti af íslenska fjölmiðlahópnum á Englandi.
Margrét Lára Viðarsdóttir er hluti af íslenska fjölmiðlahópnum á Englandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég fékk smá áfall um daginn,“ sagði fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir í Dætrum Íslands, EM-hlaðvarpi mbl.is.

Margrét Lára, sem er 35 ára gömul, á að 124 A-landsleiki þar sem hún hefur skorað 79 mörk en hún er fjórða leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi.

Hún hefur getið sér gott orð sem sérfræðingur um fótbolta í ljósvakamiðlum og er unga kynslóðin farin að þekkja hana vel þar.

„Ég var stödd í Krónunni um daginn og þar heyri ég tvo litla stráka segja við móður sína, þegar ég geng framhjá; er þetta ekki sjónvarpskonan?,“ sagði Margrét Lára.

„Ég er semsagt bara komin þangað,“ bætti Margrét Lára í léttum tón.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin