Vonin lifir eftir dramatískt jafntefli

Ísland gerði sitt annað jafntefli í lokakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu þegar liðið mætti Ítalíu í D-riðli keppninnar á akademíuvelli Manchester City í Manchester á Englandi í dag.

Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom Íslandi yfir strax á 3. mínútu. Sveindís Jane Jónsdóttir tók þá langt innkast frá vinstri og Glódís Perla Viggósdóttir skallaði boltann áfram á nærstönginni.

Ítalir náðu ekki að hreinsa frá marki og boltinn datt fyrir Karólínu Leu sem kom á ferðinni og átti þrumuskot sem söng upp í samskeytunum og staðan orðin 1:0.

Fimm mínútum síðar datt boltinn fyrir Söru Björk Gunnarsdóttur sem var óvölduð í vítateig ítalska liðsins eftir hornspyrnu. Sara snéri baki í markið en náði fínu skoti á markið sem fór rétt yfir.

Ítalirnir hresstust við þetta og settu góða pressu á íslenska liðið sem gekk illa að halda í boltann.

Martina Piemonte átti nokkrar skottilraunir utan teigs en henni gekk illa að koma boltanum á markið.

Sveindís Jane komst svo í fínt færi á 23. mínútu en hún ákvað að láta vaða úr þröngu færi hægri megin og boltinn í hliðarnetið.

Leikurinn var algjörlega eign ítalska liðsins eftir þetta og þær voru nálægt því að jafna metin nokkrum sinnum.

Piemonte fékk fínt færi á 26. mínútu þegar hún fékk frítt skot í teignum en hún hitti boltann illa og hann fór framhjá markinu. Valentina Giacinti fékk fínt færi mínútu síðar en skotið fór líka framhjá markinu.

Undir lok fyrri hálfleiks settu Ítalir mikla pressu á íslenska liðið en varmarmenn Íslands vörðust vel og Ísland leiddi með einu marki í hálfleik, 1:0.

Sara Björk fékk fyrsta færi íslenska liðið í síðari hálfleik en skot hennar af 25 metra færi fór framhjá markinu.

Ítalir jöfnuðu metin á 62. mínútu þegar Barbara Bonansea átti laglegan sprett upp vinstri kantinn. Hún lagði boltann fyrir markið á Valentinu Bergamaschi sem stýrði boltanum í netið af stuttu færi út teignum og staðan orðin 1:1.

Bonansea átti hörkuskot á 73. mínútu, rétt utan teigs, en boltinn hafnaði í stönginni innanverði. Glódís Perla var fyrst að átta sig og náði að koma boltanum í burtu á síðustu stundu.

Eftir þetta hófst mikil skothríð við mark íslenska liðsins. Flaminia Simonetti átti hörkuskot rétt framhjá marki íslenska liðsins mínútu síðar og Bonansea átti fast skot, mínútu síðar, sem fór rétt framhjá.

Karólína Lea fékk besta færi íslenska liðsins á 87. mínútu þegar Agla María Albertsdóttir átta góða sendingu inn fyrir á Sveindísi. Sveindís lagði boltann út í teiginn á Karólína sem hitti boltann illa og hann fór rétt framhjá markinu.

Tveimur mínútum síðar átti Svava Rós Guðmundsdóttir laglegan sprett upp hægri kantinn, sendi boltann út í teiginn á Sveindísi en hún náði ekki að taka boltann með sér í teignum.

Ísland er með 2 stig í öðru sæti riðilsins og þarf á sigri að halda gegn Frakklandi, sem er með 3 stig, í lokaleiknum en Frakkar mæta Belgíu í Rotherham síðar í dag. Ítalía er með 1 stig í neðsta sætinu en Belgar eru með 1 stig í þriðja sætinu.

Ef Frakkland vinnur Belga í seinni leik dagsins gæti Íslandi dugað jafntefli í lokaleiknum, gegn því að Belgía og Ítalía geri jafntefli í lokaumferð riðlakeppninnar. Ef Ítalía vinnur hins vegar Belgíu þarf Ísland að vinna Frakkland til þess að komast áfram.

Ísland 1:1 Ítalía opna loka
90. mín. +3 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin