Áfall fyrir franska liðið

Hlúð að Marie-Antoinette Katoto á vellinum í Rotherham í gærkvöld.
Hlúð að Marie-Antoinette Katoto á vellinum í Rotherham í gærkvöld. AFP/Franck Fife

Marie-Antoinette Katoto, einn skæðasti sóknarmaður franska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, leikur ekki meira með liðinu á EM og missir því af leiknum gegn Íslandi á mánudaginn.

Katoto fór meidd af velli snemma leiks í leiknum við Belga í Rotherham í gærkvöld og í dag var skýrt frá því að um hnémeiðsli væri að ræða og hún yrði ekki meira með á mótinu.

Katoto er mikill markaskorari og skoraði 26 mörk í fyrstu 32 landsleikjum sínum fyrir Frakkland og hefur skorað 108 mörk í 113 leikjum með París SG í frönsku 1. deildinni á undanförnum sjö árum.

Hún skoraði 32 mörk fyrir Parísarliðið á síðasta tímabili, sjö þeirra í Meistaradeild Evrópu.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin