Ísland taplaust á heimleið

Ísland datt taplaust úr leik er Ísland og Frakkland gerðu 1:1 jafntefli á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu á New York leikvanginum í Rotherham á Englandi í kvöld. 

Belgía vann Ítalíu 1:0 á sama tíma og fer því ásamt Frakklandi upp úr riðlinum.

Íslenska liðið hefði ekki getað byrjað leikinn verr því eftir 43 sekúndur kom Melvine Malard Frökkum yfir. Þá átti hún laglegt þríhyrningsspil við Clöru Mateo, Mateo keyrði að teignum og sendi boltann svo á Malard sem lét vaða, rétt innan teigs, og boltinn söng í bláhorninu, 1:0 fyrir Frökkum og martraðarbyrjun íslenska liðsins ljós. 

Ísland komst svo aðeins inn í leikinn þrátt fyrir að Frakkland héldi boltanum að mestu leyti. 

Annað af tveimur betri færum Íslands í fyrri hálfleik kom á 11. mínútu þegar Sveindís Jane Jónsdóttir skallaði boltann í þverslána eftir hornspyrnu sem Hallbera Guðný Gísladóttir tók. 

Frakkland fékk svo nokkur færi eftir það og má nefna dauðafæri Melvin Malard þegar hún teygði sig í boltann eftir fyrirgjöf frá hægri en Glódís Perla Viggósdóttir bjargaði á línu. 

Berglind Björg Þorvaldsdóttir fékk svo hörkufæri á 41. mínútu þegar hún fékk boltann í hnéð fyrir opnu marki eftir að Pauline Peyraud-Magnin misreiknaði boltann í marki Frakklands, boltinn fór þó lengst yfir markið. 

Fleiri urðu atvkikin ekki í fyrri hálfleik og Frakkar fóru því 1:0 yfir í hálfleik. 

Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik átti Malard skot sem fór af Glódísi og í samskeytin, þar slapp íslenska liðið með skrekkinn. 

Mínútu síðar lét svo Agla María Albertsdóttir bara vaða fyrir utan teig en Peyraud-Magnin varði vel í markinu. 

Sara Björk Gunnarsdóttir átti svo skalla á 60. mínútu  eftir hornspyrnu sem fór rétt framhjá, aftur var Peyraud-Magnin í veseni í marki Frakka. 

Grace Geyoro átti svo skot sem fór af Glódísi Perlu og í stöngina á 67. mínútu, annað stangarskotið. 

Mínútu síðar héldu Frakkar að þeir væru búnir að tvöfalda forystu sína, þá fékk Malard sendingu þvert fyrir markið frá Sakina Karchaoui og setti hann í netið. VAR-sjáinn tók hins vegar við og dæmdi markið réttilega ógilt þar sem Malard var rangstæð. 

Berglind Björg Þorvaldsdóttir fékk svo sendingu á 77. mínútu og sneri listilega vel á Aissatou Tounkara og negldi svo boltanum sem fór rétt fram hjá markinu. 

Frakkar skoruðu svo annað mark sem dæmt var af á 88. mínútu. Þá fékk Grace Geyoro boltann frá Delphine Cascarino og setti hann í netið. Boltinn fór hinsvegar í höndina á Geyoro og VAR-sjáinn dæmdi markið ógilt. 

Ísland fékk svo víti þegar 12 mínútur voru liðnar af uppbótartímanum. Þá var brotið á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur inn í teignum. Dagný Brynjarsdóttir steig á punktinn og hamraði boltann í fjærhornið vinstra megin, 1:1 en einum of seint.

Dómarinn dæmdi svo leikinn af beint eftir vítaspyrnuna og Ísland fer því ekki áfram þar sem Belgía vann Ítalíu. 

Lokaniðurstaðan í riðlinum er því:

1. Frakkland - 7 stig

2. Belgía - 4 stig

3. Ísland 3 stig

4. Ítalía 1 stig

Ísland 1:1 Frakkland opna loka
90. mín. Amanda gerir vel og fer létt framhjá tveimur varnarmönnum Frakka en sending hennar fer í fangið á Peyraud-Magnin.
mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin