Svindluðu Englendingar?

England mætir Spáni í úrslitum í kvöld.
England mætir Spáni í úrslitum í kvöld. AFP/Adrian Dennis

Eng­land og Spánn eig­ast við í úr­slit­um Evr­ópu­móts karla í fót­bolta á Ólymp­íu­leik­vang­in­um í Berlín klukk­an 19.

Þýska dag­blaðið Bild skrif­ar um leið liðanna í úr­slita­leik­inn en flest­ir eru sam­mála um að Spán­verj­ar hafi heillað meira á mót­inu til þessa. 

Blaðamenn Bild ganga svo langt að segja að Eng­lend­ing­ar hafi svindlað sér í úr­slita­leik­inn á meðan sæti Spán­verja í úr­slit­um sé verðskuldað.

Eng­lend­ing­ar heilluðu lítið í riðlakeppn­inni, þar sem liðið skoraði aðeins tvö mörk og vann einn leik. Þá var liðið hárs­breidd frá því að falla úr leik gegn Slóvakíu í 16-liða úr­slit­um, vann Sviss í víta­keppni og fékk svo vafa­samt víti gegn Hollandi.  

Á sama tíma hafa Spán­verj­ar unnið alla leiki sína á mót­inu, þar á meðal Frakk­land, Þýska­land, Ítal­íu og Króa­tíu og spilað vel.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin