Alfreð: Leikurinn við Slóvena verður að vinnast

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, segir að leikurinn við Slóvena í milliriðli heimsmeistaramótsins í Þýskalandi á morgun sé hreinn úrslitaleikur um sæti í undanúrslitum og verði því að vinnast, hvernig sem farið er að.

Íslendingar töpuðu fyrir Pólverjum í gær eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Tveir af lykilmönnum íslenska liðsins, þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Logi Geirsson, urðu fyrir meiðslum í leiknum en ekki var fullljóst í dag hversu alvarleg þau meiðsli voru.

Slóvenar töpuðu fyrir Frökkum með miklum mun í gær. Alfreð segist telja, að Slóvenar hafi ekki beitt sér af afli í leiknum heldur hafi þeir ákveðið að spara kraftana fyrir leikinn gegn Íslendingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert