Í gjörsamlega vitlausum heimi

Liðsmenn íslenska landsliðsins í handknattleik fóru yfir tapleikinn gegn Svíum á EM í gær og hafa krufið til mergjar það sem fór úrskeiðis.

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari telur, þrátt fyrir lélegan leik í gær, að íslenska landsliðið eigi góða möguleika á að bæta sig verulega. Það krefjist þess þó að liðsmenn séu einbeittir og láti ekki slá sig út af laginu.

Leikur Íslands gegn Slóvökum er framundan, hann fer fram á morgun, laugardag, klukkan 17:15 að íslenskum tíma. Alfreð segir Slóvaka hafa spilað vel gegn Frökkum í gærkvöldi, liðið sé býsna öflugt og því þurfi að halda vel á spöðunum eigi Íslendingar að fara með sigur af hólmi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert