Ísland er erfiðasti mótherjinn

Ulrik Wilbek.
Ulrik Wilbek. Reuters

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Evrópumeistara Dana, sagði í viðtali við danska ríkisútvarpið að líklega væri íslenska landsliðið í dag það besta frá upphafi og hann sagði að Íslendingar verðu erfiðasti andstæðingurinn í riðlakeppninni. Ísland, Danmörk, Serbía og Austurríki leika í B-riðli Evrópumótsins í handknattleik sem hefst í Austurríki á þriðjudaginn.

„Ísland er erfiðasti mótherjinn í riðlinum og líklega er þetta sterkasta liðið sem Ísland hefur nokkru sinni átt. Við höfum í hvert einasta sinn átt í erfiðleikum með Íslendingana og höfum gert oft jafntefli gegn þeim í dramatískum leikjum þar sem mörg mörk hafa verið skoruð,“ sagði Wilbek.

Wilbek segir að Serbar séu næsterfiðasti mótherjinn á eftir Íslendingum en hann telur vel mögulegt að Serbar geti komið á óvart.

Viðtalið í heild sinni má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert