Danir og Serbar eru mættir til Linz

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, er mættur með sveit sína til …
Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, er mættur með sveit sína til Linz þar sem titilvörn danska landsliðsins hefst síðdegis á þriðjudag. Reuters

Leikmenn danska og serbneska landsliðsins í handknattleik komu til Linz í Austurríki rétt eftir miðjan dag í dag. Bæði lið stefna á tvær æfingar á morgun en flautað verður til leiks á Evrópumeistaramótinu á þriðjudag. Þá mæta Danir liði gestgjafanna annarsvegar en Serbar glíma við Íslendinga hinsvegar.

Íslenska landsliðið er væntanlegt til Linz um tvöleytið í nótt en það er í þessum rituðum orðum að lenda á flugvellinum í Vínarborg. Þá tekur við að minnsta kosti tveggja tíma rútuferð til Linz. Nokkur snjór og krapi er á veginum á milli Vinarborgar og Linz að sögn Guðmundar Hilmarssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, sem var rétt ókominn til borgarinnar fyrir skammri stundu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert