Allir klárir í slaginn

Logi Geirsson með boltann á æfingu landsliðsins í Tips Arena …
Logi Geirsson með boltann á æfingu landsliðsins í Tips Arena höllinni í Linz í kvöld. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari sagði eftir æfingu landsliðsins í keppnishöllinni í Linz í kvöld að allir leikmenn liðsins væru klárir í slaginn gegn Serbum en þeir Aron Pálmarsson og Logi Geirsson hafa átt við meiðsla að stríða. Logi í öxlinni og Aron í hnénu og tók Aron lítinn þátt í æfingunni í kvöld.

Guðmundur sagði við mbl.is að hann myndi ekki taka ákvörðun fyrr en á morgun hvaða 14 leikmönnum hann teflir fram í leiknum gegn Serbum annað kvöld. Landsliðshópurinn er skipaður sextán leikmönnum er heimilt er að vera með 14 á leikskýrslu.

Það var létt yfir leikmönnum landsliðsins á æfingunni í kvöld en eftir hefðbundna upphitun þar sem spilaður var fótbolti var farið yfir nokkur leikkerfi í sóknarleiknum og stjórnaði Guðmundur æfingunni með mikilli röggsemi eins honum er einum lagið.

Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 19.15 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert