Jafntefli gegn Serbum

Guðjón Valur Sigurðsson skorar á upphafsmínútunum gegn Serbum í kvöld.
Guðjón Valur Sigurðsson skorar á upphafsmínútunum gegn Serbum í kvöld. mbl.is/Kristinn

Ísland og Serbía skildu jöfn, 29:29, í fyrstu umferðinni í úrslitakeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Linz í kvöld. Darko Stanic markvörður Serba varði vítakast frá Snorra Steini Guðjónssyni þegar leiktíminn var liðinn. Ísland missti unninn leik niður í jafntefli á lokakaflanum en liðið náði ekki að skora mark síðustu fimm mínútur leiksins og Serbar nýttu sér það og skoruðu fjögur síðustu mörkin.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 9 mörk fyrir Ísland, Arnór Atlason 7, Ólafur Stefánsson 4, Róbert Gunnarsson 4, Ingimundur Ingimundarson 2, Alexander Petersson 2, Snorri Steinn Guðjónsson 1.

Momir Ilic og Ivan Stankovic skoruðu 6 mörk hvor fyrir Serba.

Danmörk sigraði Austurríki, 33:29, í fyrsta leik B-riðilsins fyrr í dag. Ísland mætir Austurríki á fimmtudaginn og Danmörku á laugardagskvöldið.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is:

Stuðningsmenn Íslands í höllinni í Linz.
Stuðningsmenn Íslands í höllinni í Linz. mbl.is/Kristinn
Ísland ka. 29:29 Serbía EM opna loka
60. mín. Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ka.) tapar boltanum - ruðningur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert