Ólafur markahæstur - Guðjón leikjahæstur

Ólafur Stefánsson verður í eldlínunni í kvöld.
Ólafur Stefánsson verður í eldlínunni í kvöld. Árni Sæberg

Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson er markahæsti leikmaður Íslands í úrslitakeppni Evróumótsins en Ólafur ásamt Guðjóni Vali Sigurðssyni eru þeir einu í landsliðshópnum sem hafa tekið þátt í öllum fimm Evrópumótunum sem Ísland hefur tekið þátt í.

Ólafur hefur skorað 153 mörk í leikjunum 25 sem hann hefur leikið á EM. Guðjón Valur Sigurðsson kemur næstur með 115 mörk í 27 leikjum og leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson er í þriðja sæti með 81 mark í 15 Evrópuleikjum.

Íslendingar mæta Serbum í fyrsta leik sínum í B-riðli Evrópumótsins í Linz í kvöld og hefst viðureign liðanna kukkan 19.15.  Ísland mætti sameiginlegu liði Serba og Svarfellinga í upphafsleik riðlakeppni EM í Sviss árið 2006. Þar höfðu Íslendingar betur, 36:31, þar sem Ólafur Stefánsson varð fyrir því óláni að brákast á rifbeini eftir að hafa fengið þungt högg í kviðinn frá leikmanni Serba og Svarfellinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka