Fyrstu stig Noregs á EM

Kristian Kjelling gerir tilraun til að kasta boltanum að marki …
Kristian Kjelling gerir tilraun til að kasta boltanum að marki Rússa í kvöld. Kjelling skoraði átta mörk í leiknum og var markahæstur í norska liðinu í sigurleik. Reuters

Norðmenn fögnuðu sínum fyrsta sigri á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í kvöld þegar þeir lögðu Rússa, 28:24, í Graz þar sem leikið er í A-riðli. Norska liðið var með forystu í hálfleik, 16:13, en Rússar komust aðeins tvisvar sinnum yfir í leiknum og það var í fyrri hálfleik. Norska liðið þarf helst stig úr viðureign sinni við Úkraínu á laugardag til þess að komast áfram í milliriðil.

Kristian Kjelling skoraði átta mörk fyrir Noreg og Frank Löke fimm. Dmitry Kovalev og Alexey Rostvertsev skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Rússa og voru markahæstir.

Króatar eru komnir í milliriðil en þeir hafa unnið báðar viðureignir sínar í riðlinum. Norðmenn og Rússar hafa tvö stig hvor þjóð og Úkraínumenn eru án stiga. Í lokaumferðinni mætast Króatar og Rússar annarsvegar og Úkraínumenn og Norðmenn hinsvegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert