,,Vörn og markvarsla voru léleg hjá okkur í kvöld og síðan gerðum við röð af mistökum á lokamínútunum sem kostuðu okkur stigið. Við fengum svo sannarlega færin til að gera út um leikinn og ekki síst ég. Ég bið félaga mína í liðinu og íslensku þjóðina afsökunar að hafa ekki skorað úr færinu þarna í lokin," sagði Guðjón Valur Sigurðsson við mbl.is eftir leikinn við Austurríki í kvöld.
Austurríkismenn jöfnuðu metin með því að skora þrjú mörk á síðustu 50 sekúndum leiksins. Það síðasta með skoti þvert yfir völlinn 7 sekúndum fyrir leikslok, 37:37.
Ítarlega verður fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.