Ísland-Danmörk: Jafntefli líklegustu úrslitin

Íslendingar fagna jafntefli gegn Dönum á Ólympíuleikunum í Peking þar …
Íslendingar fagna jafntefli gegn Dönum á Ólympíuleikunum í Peking þar sem Snorri Steinn jafnaði metin úr vítakasti í lok leiktímans. Brynjar Gauti

Leik­ir á milli Dana og Íslend­inga hafa verið ótrú­lega jafn­ir og spenn­andi hin síðari ár en þjóðirn­ar eig­ast við í lokaum­ferð riðlakeppni Evr­ópu­móts­ins í hand­knatt­leik í Linz á morg­un. Í níu síðustu rimm­um liðanna hef­ur sex leikj­um lyktað með jafn­tefli í venju­leg­an leiktíma og aldrei hef­ur munað nema einu marki í sig­ur­leikj­un­um.

Úrslit leikja á milli Dana og Íslend­inga frá ár­inu 2005 hafa verið eft­ir­far­andi:

2005:
Ísland - Dan­mörk 32:32

2006:
Ísland - Dan­mörk 28:28 (EM)
Ísland - Dan­mörk 34:33
Ísland - Dan­mörk 34:34

2007:
Ísland - Dan­mörk 28:28
Ísland - Dan­mörk 42:43 (HM)*

2008:
Ísland - Dan­mörk 37:36
Ísland - Dan­mörk 32:32

2009:
Ísland - Dan­mörk 29:29

* Staðan eft­ir venju­leg­an leiktíma var 34:34 en Dan­ir höfðu bet­ur í fram­leng­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert