„Við lifum þetta af“

Mikil eftirvænting er fyrir leik Íslands og Danmerkur í Evrópukeppninni í handbolta sem fram fer í Linz í Austurríki annað kvöld. Þar ræðst hvort liðið fer með betri stöðu í milliriðil keppninnar sem hefst á mánudaginn.

Eftir tvö jafntefli í tveimur fyrstu leikjunum þar sem íslenska liðið hefur í bæði skiptin misst af sigrinum á síðustu andartökunum eru strákarnir okkar staðráðnir í að bæta fyrir það með góðum leik gegn erkifjendunum og Evrópumeisturunum frá Danmörku.

Guðmundur Hilmarsson íþróttafréttamaður Morgunblaðsins og mbl.is er í Linz og ræddi við Guðjón Val Sigurðsson um leikinn ótrúlega gegn Austurríki og um Danaleikinn annað kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka