Austurríkismenn í stuði

Frá upphafsmínútum leiks Austurríkis og Serbíu.
Frá upphafsmínútum leiks Austurríkis og Serbíu. mbl.is/Kristinn

Serbar eru þremur mörkum yfir í hálfleik gegn Austurríkismönnum, 18:15. Verstu hugsanlegu úrslit fyrir íslenska landsliðið yrði ef liðin gerðu 37:37 jafntefli, eða ef jafnt yrði og fleiri mörk skoruð. Þá fara bæði liðin áfram en Íslendingar sitja eftir. Annars er íslenska liði ðöruggt í milliriðil.

Serbar hófu leikinn við Austurríkismenn í okkar riðli á EM í handbolta, mjög vel, en piltarnir hans Dags Sigurðssonar eru samt ekki á því að gefast upp.

Serbar, sem hafa verið hálfsofandi í upphafi leikja sinn til þessa, gerðu fyrstu fjögur mörkin áður en fyrsta mark Austurríkis kom eftir tæpar 6 mínútur.

Staðan eftir 10 mínútna leik er 5:7 fyrir Serbíu.

Þegar tíiu mínútur eru til leikhlés er staðan 10:11 fyrir Serbíu en Austurríkismenn eru tveimur leikmönnum færri næstu 1,30 mínútuna.

Kominn hálfleikur og allt bendir til að leikurinn verði spennandi og skemmtilegur í síðari hálfleik. Eftir að Serbar komust í 4:0 náðu heimamenn áttum og jafnræði var lengst af með liðunum. Austurríkismenn gerðu fjögur mörk í röð, 11:11 en á lokakaflanum náðu Serbar að ná þriggja marka forystu.

Nú er síðari háfleikur hálfnaður og staðan er 25:24 fyrir Austurríkismenn og allt í járnum í leiknum. Austurríki komst í fyrsta sinn yfir í leiknum, 24:23 eftir 13 mínútna leik í síðari hálfleik.

Nú eru tíu mínútur til leiksloka í leik Austurríkis og Serbíu á EM og staðan er orðin 29:24 fyrir Austurríkismenn, sem hafa gert fimm mörk í röð.

Troðfull höll og allir vel með á nótunum í Linz.
Troðfull höll og allir vel með á nótunum í Linz. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert