Dönum skellt í Linz

Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari Íslands fagnar sigrinum, fyrir aftan súra …
Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari Íslands fagnar sigrinum, fyrir aftan súra leikmenn Danmerkur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ísland vann glæsi­leg­an sig­ur á Evr­ópu­meist­ur­um Dana, 27:22, í loka­leik B-riðils Evr­ópu­meist­ara­móts karla í hand­knatt­leik í Linz í kvöld. Ísland vann þar með riðil­inn og fer með 3 stig með sér í mill­iriðil keppn­inn­ar sem hefst á mánu­dag.

Eft­ir sveiflu­kennd­an fyrri hálfleik var Ísland með for­ystu, 15:13. Liðið lék síðan frá­bær­lega í seinni hálfleik, hleypti Dön­um aldrei ná­lægt sér og var komið með sjö marka for­skot skömmu fyr­ir leiks­lok, 27:20.

Aron Pálm­ars­son kom glæsi­lega inní leik Íslands í kvöld og skoraði 5 mörk í sín­um fyrsta al­vöru­leik með landsliðinu þar sem hann spil­ar að ráði.

Guðjón Val­ur Sig­urðsson gerði 6 mörk, Ró­bert Gunn­ars­son 4, Al­ex­and­er Peters­son 4, Snorri Steinn Guðjóns­son 3, Arn­ór Atla­son 3, Sver­re Jak­obs­son 1 og Ólaf­ur Stef­áns­son 1.

Björg­vin Páll Gúst­avs­son varði mark Íslands mjög vel og var út­nefnd­ur maður leiks­ins af heima­mönn­um í leiks­lok.

Leikn­um var lýst í beinni texta­lýs­ingu hér á mbl.is og hana má sjá hér fyr­ir neðan:

Arnór Atlason sækir að vörn Dana í leiknum í kvöld.
Arn­ór Atla­son sæk­ir að vörn Dana í leikn­um í kvöld. mbl.is/​Krist­inn
Góð stemmning íslenskra áhorfenda í Linz fyrir leikinn í kvöld.
Góð stemmn­ing ís­lenskra áhorf­enda í Linz fyr­ir leik­inn í kvöld. mbl.is/​Krist­inn
Stuðningsmenn Íslands mættu snemma í höllina í Linz fyrir leikinn …
Stuðnings­menn Íslands mættu snemma í höll­ina í Linz fyr­ir leik­inn í kvöld og þar mátti sá þetta skilti. mbl.is/​Krist­inn
Ísland ka. 27:22 Dan­mörk opna loka
Guðjón Valur Sigurðsson - 6
Aron Pálmarsson - 5
Róbert Gunnarsson - 4
Alexander Petersson - 4
Snorri Steinn Guðjónsson - 3 / 3
Arnór Atlason - 3
Sverre Jakobsson - 1
Ólafur Stefánsson - 1
Mörk 5 - Lars Christiansen
4 / 3 - Anders Eggert Jensen
3 - Mikkel Hansen
2 - Thomas Mogensen
2 - Torsten Laen
2 - Kasper Nielsen
2 - Hans Lindberg
1 - Kasper Söndergaard
1 - Lasse Svan Hansen
Björgvin Páll Gústavsson - 18
Ísland - 1
Varin skot 4 - Kasper Hvidt
2 - Niklas Landin

10 Mín

Brottvísanir

10 Mín

mín.
60 Leik lokið
Magnaður íslenskur sigur, 27:22. Ísland vinnur B-riðilinn með 4 stig, Danir fengu 4, Austurríki 3 og Serbía 1. Þetta þýðir að Ísland fer með 3 stig í milliriðilinn, Danmörk með 2 stig og Austurríki með 1 stig.
60 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ka.) varði skot
Varði 2 sekúndum fyrir leikslok og Íslendingar stíga stríðsdans á hallargólfinu í Tips Arena. Stórglæsilegur sigur í höfn.
60 Ísland ka. tekur leikhlé
Íslendingar reyndu að vera alvarlegir í leikhléinu en luku því svo með því að fagna!!
60 27 : 22 - Kasper Nielsen (Danmörk) skoraði mark
40 sekúndur eftir
60 Ísland ka. tapar boltanum
59 27 : 21 - Anders Eggert Jensen (Danmörk) skorar úr víti
Ein og 40 eftir.
59 Danmörk (Danmörk) fiskar víti
59 Arnór Atlason (Ísland ka.) fékk 2 mínútur
59 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ka.) varði skot
enn eitt en Danir halda boltanum.
58 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ka.) varði skot
en dæmd lína á Sverre þegar hann náði frákastinu
58 27 : 20 - Alexander Petersson (Ísland ka.) skoraði mark
Þvílík negling utan úr horni!!!! Þetta er komið....
57 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ka.) varði skot
Og Ísland nær boltanum!!!
56 26 : 20 - Aron Pálmarsson (Ísland ka.) skoraði mark
Rífur sig í gegn og skorar úr þröngu færi. Það er ekki hægt að missa þetta niður!!! Fimm mörk frá Aroni.
55 Textalýsing
Fimm og hálf mínúta og fimm marka forysta. Er loksins komið að því að landa tveimur stigum?
55 Arnór Atlason (Ísland ka.) skýtur framhjá
Fullfljótur að slútta þessari sókn
54 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ka.) varði skot
Frá Mikkel Hansen, og Ísland nær boltanum!
53 25 : 20 - Alexander Petersson (Ísland ka.) skoraði mark
Kemur útúr horninu og neglir boltann í hornið fjær!
53 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ka.) varði skot
og Róbert kastar sér á boltann og nær honum! Ísland getur náð fimm marka forystu.
53 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
frá Aroni
53 Kasper Nielsen (Danmörk) fékk 2 mínútur
52 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ka.) varði skot
52 Ísland (Ísland ka.) varði skot
Íslenska vörnin með glæsilega hávörn
51 24 : 20 - Róbert Gunnarsson (Ísland ka.) skoraði mark
af línunni, sending Arnórs
50 23 : 20 - Anders Eggert Jensen (Danmörk) skoraði mark
50 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
50 Danmörk (Danmörk) gult spjald
Sænsku dómararnir búnir að fá nóg af Ulrik Wilbek þjálfara Dana og spjalda hann fyrir munnsöfnuð á bekknum!
50 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ka.) varði skot
49 23 : 19 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ka.) skoraði mark
Guðjón stökk óvænt upp fyrir utan og negldi boltanum í netið.
48 22 : 19 - Thomas Mogensen (Danmörk) skoraði mark
hraðaupphlaup eftir að boltinn var dæmdur af íslenska liðinu.
47 Danmörk tapar boltanum
46 Ísland ka. tapar boltanum
46 22 : 18 - Hans Lindberg (Danmörk) skoraði mark
45 22 : 17 - Ólafur Stefánsson (Ísland ka.) skoraði mark
Og þar kom að Óla, stekkur upp og skorar glæsilegt mark.
45 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ka.) varði skot
Glæsileg markvarsla frá Jensen úr horninu.
44 Ingimundur Ingimundarson (Ísland ka.) fékk 2 mínútur
43 Ísland ka. tapar boltanum
43 Lasse Svan Hansen (Danmörk) fékk 2 mínútur
43 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
frá Ólafi. Alexander náði frákastinu en var sleginn harkalega í andlitið.
43 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ka.) varði skot
frá Mikkel Hansen
42 Aron Pálmarsson (Ísland ka.) skýtur framhjá
skaut í stöng og í innkast
41 21 : 17 - Thomas Mogensen (Danmörk) skoraði mark
gegnumbrot
40 Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ka.) brennir af víti
Skaut í stöng og framhjá
40 Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ka.) fiskar víti
40 21 : 16 - Anders Eggert Jensen (Danmörk) skorar úr víti
40 Kasper Söndergaard (Danmörk) fiskar víti
39 21 : 15 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ka.) skorar úr víti
39 Róbert Gunnarsson (Ísland ka.) fiskar víti
eftir línusendingu Ólafs
39 Torsten Laen (Danmörk) fékk 2 mínútur
38 20 : 15 - Anders Eggert Jensen (Danmörk) skorar úr víti
38 Thomas Mogensen (Danmörk) fiskar víti
38 Alexander Petersson (Ísland ka.) fékk 2 mínútur
37 Danmörk tekur leikhlé
37 20 : 14 - Alexander Petersson (Ísland ka.) skoraði mark
Ótrúlegt skot úr horninu. Magnaður kafli Íslands!!!
36 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ka.) varði skot
frá Lars Christansen úr dauðafæri í horninu!!
36 19 : 14 - Arnór Atlason (Ísland ka.) skoraði mark
Beint í vinkilinn, þrumufleygur!
35 Danmörk tapar boltanum
35 18 : 14 - Róbert Gunnarsson (Ísland ka.) skoraði mark
Náði frákasti eftir að skot Guðjóns Vals var varið og skoraði af línunni
35 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ka.) varði skot
34 17 : 14 - Aron Pálmarsson (Ísland ka.) skoraði mark
Glæsilegt langskot!!
34 Danmörk (Danmörk) skýtur framhjá
33 Ísland ka. tapar boltanum
33 16 : 14 - Lasse Svan Hansen (Danmörk) skoraði mark
úr hægra horninu
32 16 : 13 - Aron Pálmarsson (Ísland ka.) skoraði mark
Reif sig lausan og skoraði úr þröngri stöðu hægra megin!
31 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ka.) varði skot
31 Textalýsing
Seinni hálfleikur er hafinn
30 Hálfleikur
Hálfleikur og Ísland yfir, 15:13, í sveiflukenndum og æsispennandi leik. Ísland komst í 7:2 en Danir gerðu síðan átta mörk í röð. Ísland svaraði því með góðum endaspretti á hálfleiknum.
30 Arnór Atlason (Ísland ka.) skýtur framhjá
Arnór skaut í vörnina á síðustu sekúndunni. Hálfleikur.
29 15 : 13 - Aron Pálmarsson (Ísland ka.) skoraði mark
eftir sendingu Ólafs
29 Hans Lindberg (Danmörk) fékk 2 mínútur
28 Arnór Atlason (Ísland ka.) fékk 2 mínútur
27 14 : 13 - Róbert Gunnarsson (Ísland ka.) skoraði mark
vippaði boltanum yfir Landin og í þverslána, fékk boltann aftur og skoraði! Aron átti línusendinguna.
27 Mikkel Hansen (Danmörk) skýtur framhjá
26 Niklas Landin (Danmörk) varði skot
frá Aroni
25 13 : 13 - Lars Christiansen (Danmörk) skoraði mark
úr horninu
25 13 : 12 - Mikkel Hansen (Danmörk) skoraði mark
langskot
24 Niklas Landin (Danmörk) varði skot
frá Aroni
23 Mikkel Hansen (Danmörk) skýtur framhjá
23 Ingimundur Ingimundarson (Ísland ka.) fékk 2 mínútur
23 13 : 11 - Aron Pálmarsson (Ísland ka.) skoraði mark
skot fyrir utan
22 Danmörk tekur leikhlé
21 12 : 11 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ka.) skoraði mark
Gott kerfi, allt opnast fyrir Guðjón eftir sendingu Arnórs í hornið
21 Danmörk tapar boltanum
20 11 : 11 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ka.) skorar úr víti
19 Hans Lindberg (Danmörk) fékk 2 mínútur
19 Róbert Gunnarsson (Ísland ka.) fiskar víti
sending Arnórs
18 Danmörk tapar boltanum
Guðjón komst inní sendingu í hraðaupphlaupi
18 Danmörk tapar boltanum
18 Textalýsing
Aron kemur inná fyrir Snorra Stein sem leikstjórnandi
18 10 : 11 - Lars Christiansen (Danmörk) skoraði mark
úr vinstra horninu
17 10 : 10 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ka.) skoraði mark
löng sending Björgvins og Guðjón skorar í tómt markið úr hraðaupphlaupi
17 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ka.) varði skot
16 9 : 10 - Alexander Petersson (Ísland ka.) skoraði mark
hraðaupphlaup
16 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ka.) varði skot
15 8 : 10 - Arnór Atlason (Ísland ka.) skoraði mark
Langskot, loksins mark eftir átta dönsk í röð
15 7 : 10 - Kasper Söndergaard (Danmörk) skoraði mark
úr horni
14 Ísland ka. tekur leikhlé
13 7 : 9 - Lars Christiansen (Danmörk) skoraði mark
Ólafur missti boltann, hraðaupphlaup
12 7 : 8 - Torsten Laen (Danmörk) skoraði mark
eftir að skot Snorra var varið. Hraðaupphlaup
11 7 : 7 - Lars Christiansen (Danmörk) skoraði mark
hraðaupphlaup, fimm í röð!
11 7 : 6 - Mikkel Hansen (Danmörk) skoraði mark
glæsilegt langskot
10 Lars Christiansen (Danmörk) brennir af víti
Björgvin varði!!!
10 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ka.) varði skot
en dæmt vítakast
9 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
frá Snorra
9 7 : 5 - Hans Lindberg (Danmörk) skoraði mark
hraðaupphlaup
8 7 : 4 - Kasper Nielsen (Danmörk) skoraði mark
8 7 : 3 - Lars Christiansen (Danmörk) skoraði mark
8 7 : 2 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ka.) skoraði mark
hraðaupphlaup og sending Ingimundar
7 6 : 2 - Arnór Atlason (Ísland ka.) skoraði mark
sending frá Ólafi
7 5 : 2 - Mikkel Hansen (Danmörk) skoraði mark
7 5 : 1 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ka.) skoraði mark
eftir sendingu Arnórs
7 Kasper Nielsen (Danmörk) gult spjald
6 Torsten Laen (Danmörk) gult spjald
6 Thomas Mogensen (Danmörk) skýtur framhjá
5 4 : 1 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ka.) skorar úr víti
5 Róbert Gunnarsson (Ísland ka.) fiskar víti
fékk sendingi frá Arnóri inná línuna.
3 3 : 1 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ka.) skoraði mark
eftir gott kerfi og sendingu Snorra í hornið
3 2 : 1 - Torsten Laen (Danmörk) skoraði mark
náði frákasti og skoraði
3 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ka.) varði skot
2 2 : 0 - Sverre Jakobsson (Ísland ka.) skoraði mark
hraðaupphlaup og sending Ólafs Stefánssonar.
2 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ka.) varði skot
1 1 : 0 - Róbert Gunnarsson (Ísland ka.) skoraði mark
línusending frá Snorra.
1 Textalýsing
Leikurinn er hafinn og Ísland byrjar með boltann.
0 Textalýsing
Þjóðsöngvarnir hafa verið leiknir, slagurinn er að hefjast. Mikilvæg stig í millriðli eru í húfi.
0 Textalýsing
Það varð endanlega ljóst kl. 18.27 að Ísland er komið í milliriðil á EM. Austurríki vann þá öruggan sigur á Serbíu, 37:31, og Serbarnir eru þar með á heimleið. Austurríki fer áfram með eitt stig, sem liðið fékk gegn Íslandi.
0 Textalýsing
Guðmundur Þ. Guðmundsson kallaði Ólaf Guðmundsson inní hópinn fyrir leikinn í dag og er því með alla 16 menn sína til taks.
0 Textalýsing
Danir eru núverandi Evrópumeistarar en þeir unnu Króata í úrslitaleik á EM 2008 í Noregi. Ísland hafnaði þar í 11. sæti.
0 Textalýsing
Ísland gerði jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum, 29:29 gegn Serbíu og 37:37 gegn Austurríki, og er með 2 stig. Danir unnu Austurríki, 33:29, og Serbíu, 28:23, og eru með 4 stig.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar:

Gangur leiksins: 4:1, 7:5, 8:10, 11:11, 13:13, 15:13, 18:14, 21:16, 22:17, 23:20, 25:20, 27:22.

Lýsandi:

Völlur: Tips Arena, Linz

Ísland ka.: (M). .

Danmörk: (M). .

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert