Gefum allt í leikinn

Guðmundur Þ. Guðmundsson.
Guðmundur Þ. Guðmundsson. mbl.is/Kristinn

,,Við erum búnir að fara vel yfir leikinn á móti Austurríkismönnum. Það er alveg ljóst að á tiltölulegan auðveldan hátt getum við lagfært fjöldann af okkar varnarmistökum,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið í gær en hann hafði þá nýlokið við liðsfund ásamt leikmönnum.

,,Við þurfum að gera ákveðnar áherslubreytingar. Við þurfum að skila okkur betur til baka í vörnina og þar munum við gera ákveðnar breytingar og setja upp aðrar vinnureglur. Við þurfum líka að breyta áherslum í vörninni. Danirnir spila allt öðruvísi leik en Austurríkismenn. Þetta snýst meira um að hver einstaklingur skoði sjálfan sig en við munum gera taktískar breytingar í vörninni og gefa allt í leikinn.“

Sjá nánar viðtal við Guðmund og ítarlega umfjöllun um EM í Austurríki í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag, þar sem rætt er við bæði Íslendinga og Dani.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert