Keppni í milliriðli EM í Austurríki hefst á mánudaginn og þar mætast tvö efstu liðin, Króatía og Ísland, strax í fyrstu umferðinni. Króatar hefja keppni í milliriðli með 4 stig og Íslendingar með 3 stig en þetta eru einu liðin sem fara taplaus í milliriðil númer eitt.
Noregur vann Úkraínu, 31:29, í lokaleik A-riðils rétt áðan og þar með varð ljóst að úr A-riðli færu áfram Króatía með 4 stig, Noregur með 2 stig og Rússar án stiga. Úkraínumenn eru úr leik og halda heim eins og Serbar, Svíar og Ungverjar.
Staðan í milliriðli I:
Króatía 4 stig
Ísland 3 stig
Noregur 2 stig
Danmörk 2 stig
Austurríki 1 stig
Rússland 0 stig
Ísland mætir síðan Rússlandi á þriðjudaginn og Noregi á fimmtudaginn. Tvö efstu lið riðilsins komast í undanúrslit mótsins.
Ísland mætir Króatíu klukkan 15 að íslenskum tíma á mánudaginn.
Staðan í milliriðli II:
Spánn 3 stig
Pólland 3 stig
Frakkland 3 stig
Slóvenía 2 stig
Þýskaland 1 stig
Tékkland 0 stig
Keppni í milliriðli II hefst á morgun en þá mætast Þýskaland og Frakkland kl. 16.30, Pólland og Spánn kl. 18.30 og loks Slóvenía og Tékkland kl. 20.30.