Landslið Króatíu, sem mætir Íslandi í milliriðli Evrópukeppninnar í handknattleik í dag, er eitt það sterkasta í heiminum og hefur verið um árabil. Mbl.is kynnir hér mótherja dagsins:
Af 16 leikmönnum Króata spila 7 með króatískum félögum og þar af koma fimm frá hinu firnasterka liði Croatia Zagreb. Fimm leika í þýsku 1. deildinni, þar af þrír með toppliðinu HSV Hamburg, tveir spila á Spáni, báðir með Ademar León, og tveir í Slóveníu.
Tveir Króatanna eru samherjar Róberts Gunnarssonar hjá Gummersbach, hornamaðurinn Vedran Zrnic og skyttan Drago Vukovic.
Leikir Króatíu í A-riðli:
Króatía - Noregur 25:23
Króatía - Úkraína 28:25
Króatía - Rússland 30:28
Króatíska liðið er þannig skipað:
12 Goran Carapina, markvörður.
1,95 m, 110 kg.
28 ára, leikmaður Porec í Króatíu.
Nýliði, EM-leikirnir 3 eru hans fyrstu landsleikir.
25 Mirko Alilovic, markvörður.
2,00 m, 105 kg.
24 ára, leikmaður Ademar León á Spáni.
Hefur leikið 64 landsleiki, 3 á EM.
4 Ivano Balic, leikstjórnandi
1,91 m, 96 kg.
30 ára, leikmaður Croatia Zagreb í Króatíu.
Hefur leikið 156 landsleiki og skorað 462 mörk. Þar af 3 leikir og 11 mörk á EM.
Af mörgum talinn besti handknattleiksmaður heims.
5 Domagoj Duvnjak, leikstjórnandi
1,97 m, 89 kg.
21 árs, leikmaður HSV Hamburg í Þýskalandi.
Hefur leikið 55 landsleiki og skorað 173 mörk. Þar af 3 leikir og 6 mörk á EM.
6 Blazenko Lackovic, rétthent skytta
1,95 m, 94 kg.
29 ára, leikmaður HSV Hamburg í Þýskalandi.
Hefur leikið 142 landsleiki og skorað 432 mörk. Þar af 1 leikur á EM.
Skarst illa á hendi skömmu fyrir keppnina og kom fyrst við sögu gegn Rússum á laugardaginn.
7 Vedran Zrnic, örvhentur hornamaður
1,88 m, 85 kg.
30 ára, leikmaður Gummersbach í Þýskalandi.
Hefur leikið 143 landsleiki og skorað 326 mörk. Þar af 3 leikir og 5 mörk á EM.
8 Marko Kopljar, örvhent skytta
2,10 m, 96 kg.
23 ára, leikmaður Croatia Zagreb í Króatíu.
Hefur leikið 23 landsleiki og skorað 33 mörk. Þar af 3 leikir á EM.
9 Igor Vori, línumaður
2,02 m, 111 kg.
29 ára, leikmaður HSV Hamburg í Þýskalandi.
Hefur leikið 142 landsleiki og skorað 383 mörk. Þar af 3 leikir og 9 mörk á EM.
Einn besti línu- og varnarmaður heims.
10 Jakov Gojun, rétthent skytta
2,03 m, 100 kg.
23 ára, leikmaður Croatia Zagreb í Króatíu.
Hefur leikið 22 landsleiki og skorað 17 mörk. Þar af 3 leikir á EM.
14 Drago Vukovic, rétthent skytta
1,94 m, 90 kg.
26 ára, leikmaður Gummersbach í Þýskalandi.
Hefur leikið 69 landsleiki og skorað 94 mörk. Þar af 3 leikir og 11 mörk á EM.
17 Vedran Mataija, rétthentur hornamaður
1,80 m, 82 kg.
21 árs, leikmaður Porec í Króatíu.
Nýliði, hefur leikið 3 landsleiki, alla á EM.
21 Denis Buntic, örvhent skytta
1,98 m, 103 kg.
27 ára, leikmaður Ademar León á Spáni.
Hefur leikið 59 landsleiki og skorað 115 mörk. Þar af 3 leikir og 12 mörk á EM.
24 Tonci Valcic, rétthent skytta
1,94 m, 94 kg.
31 árs, leikmaður Croatia Zagreb í Króatíu.
Hefur leikið 124 landsleiki og skorað 205 mörk. Kallaður inní hópinn fyrir leikinn í dag.
26 Manuel Strlek, rétthentur hornamaður
1,81 m, 75 kg.
21 árs, leikmaður Croatia Zagreb í Króatíu.
Hefur leikið 8 landsleiki og skorað 31 mark. Þar af 3 leikir og 13 mörk á EM.
27 Ivan Cupic, örvhentur hornamaður
1,75 m, 75 kg.
23 ára, leikmaður Gorenje Velenje í Slóveníu.
Hefur leikið 42 landsleiki og skorað 158 mörk. Þar af 3 leikir og 15 mörk á EM.
28 Zeljko Musa, línumaður
2,00 m, 103 kg.
24 ára, leikmðaur Trimo Trebnje í Slóveníu.
Hefur leikið 5 landsleiki og skorað 3 mörk. Þar af 3 leikir á EM.