Jensen tryggði Dönum sigur gegn Norðmönnum

Kristian Kjelling leikmaður Noregs í baráttunni í leiknum gegn Dönum …
Kristian Kjelling leikmaður Noregs í baráttunni í leiknum gegn Dönum í kvöld. mbl.is/Kristinn

Anders Eggert Jensen tryggði Dönum 24:23 sigur gegn Norðmönnum í
í lokaleik kvöldsins í milliriðli 1 á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla. Jensen skoraði úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út en rétt áður hafði Kasper Hvidt markvörður Dana varið vítakast frá Norðmönnum sem voru með fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik gegn Evrópumeistaraliði Dana, 15:11.

Króatía er í efsta sæti milliriðils 1 með 7 stig, Ísland kemur þar næst með 6 og Danir eru einnig með 6 stig. Norðmenn eru með 4 stig. Íslendingar hafa skorað 128 mörk og fengið á sig 115. Danir hafa skorað 113 en fengið á sig 107. Norðmenn hafa skorað 104 mörk en fengið á sig 100.

Kristian Kjelling skoraði 7 mörk fyrir Noreg. Hans Lindberg, Mikkel Hansen og Anders Eggert Jensen skoruðu 5 mörk hver fyrir Dani. 

Íslendingar mæta Norðmönnum í lokaleik beggja liða í milliriðlinum á fimmtudaginn en Danir mæta Króötum. Íslendingar tryggja sér sæti í undanúrslitum með því að vinna Norðmenn, hvernig sem leikur Dana og Króata fer. Vinni Króatar Dani og Norðmenn Íslendinga enda þjóðirnar þrjár með jafn mörg stig, og jafnmörg stig í innbyrðis viðureignum, og þá ræður markamunur í leikjunum þeirra á milli úrslitum um annað sætið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka