Enginn meiðsli í herbúðum Íslendinga

Íslensku leikmennirnir berja sig saman í leiknum Rússum í gær.
Íslensku leikmennirnir berja sig saman í leiknum Rússum í gær. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handknattleik safna kröftum í dag fyrir leikinn mikilvæga gegn Norðmönnum á morgun. Sigur í þeim leik tryggir Íslendingum sæti í undanúrslitum Evrópumótsins.

Strákarnir taka æfingu í dag og verða síðan með liðsfund þar sem norska liðið verður kortlagt að hætti þjálfaranna Guðmundar Þórðar Guðmundssonar og Óskars Bjarna Óskarssonar. Síðdegis er svo fyrirhugað að liðið fari í móttöku í sendiráði Íslands í Austurríki.

Engin meiðsli eru í herbúðum íslenska liðsins sem heitir getur að telja. Ingimundur Ingimundarson vann fyrir smá meiðslum í nára fyrir leikinn gegn Rússum í gær en hann harkaði af sér.

Það eru pústrar hingað og þangað hjá leikmönnum en að sögn Einars Þorvarðarsonar framkvæmdastjóra HSÍ sem mbl.is ræddi við í morgun er ástandið á leikmönnum ótrúlega gott miðað við að hafa spilað fimm leiki á mótinu.

Króatía, Ísland, Danmörk og Noregur berjast um efstu tvö sætin í milliriðli 1 en í milliriðli 2 eru Pólverjar komnir í undanúrslit en Frakkar og Spánverjar slást um annað sætið og standa Frakkar betur í þeirri baráttu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert