öllum leikjunum og ekki æft mikið á milli leikja. Ég held að ég hafi skilað mínu hlutverki þokkalega í leiknum. Ég nýtti þau færi sem ég fékk og þetta var stórskemmtilegt," sagði Sturla Ásgeirsson við mbl.is í dag en Sturla lék sinn fyrsta leik á EM gegn Rússum í gær og skoraði 5 mörk í jafnmörgum skotum á þeim 35 mínútum sem hann lék.
,,Það er frábært að vera hluti af þessum hóp. Guðjón Valur er frábær leikmaður og eðlilegt að hann sé notaður mikið. Ég er hins vegar klár þegar kallið kemur til að leysa hann af hólmi þegar hann þarf á hvíld að halda eða er meiddur,“ sagði Sturla.
Spurður út í rimmuna við Norðmenn á morgun sagði Sturla; ,,Það er tilhlökkun hjá okkur að mæta Norðmönnum. Við mætum dýrvitlausir til leiks og ætlum að tryggja okkur áfram upp á eigin spýtur en ekki stóla á einhverja aðra,“ sagði Sturla, sem er leikmaður þýska 1. deildarliðsins Düsseldorf.