EM: Sama munstur og 2002?

Ingimundur Ingimundarson varnarmaðurinn sterki í landsliðinu mundar myndavélina fyrir liðsfund …
Ingimundur Ingimundarson varnarmaðurinn sterki í landsliðinu mundar myndavélina fyrir liðsfund í Vín í gær. mbl.is/Kristinn

Þegar íslenska landsliðið komst í undanúrslit á EM 2002 fór það áfram í milliriðil með þrjú stig líkt og nú. Í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar gerði það jafntefli við Frakka, 26:26.

Nú átta árum síðar skildu Íslendingar og Króatar jafnir með sömu markatölu. Í öðrum leik milliriðlakeppninnar á EM 2002 vann íslenska landsliðið átta marka sigur á Júgóslavíu (þá Serbíu og Svartfjallalandi) með átta marka mun, 34:26.

Í gær vann Ísland Rússland með átta marka mun, 38:30. Í lokaleik milliriðlakeppninnar á EM í Svíþjóð fyrir átta árum vann Ísland Þýskaland, 29:24. Í dag leikur íslenska landsliðið við frændur okkar, Norðmenn. Hvað verður þá upp á teningnum?

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert