Ísland í undanúrslit á EM

Borge Lund og Arnór Atlason eigast við í leik Íslands …
Borge Lund og Arnór Atlason eigast við í leik Íslands og Noregs í Vín. mbl.is/Kristinn

Íslendingar leika til undanúrslit á Evrópumeistaramótinu í handknattleik eftir 35:34 sigur gegn Norðmönnum. Það skýrist síðar í dag hverjir mótherjar Íslands verða en eins staðan er nú verða það annað hvort heims- og ólympíumeistarar Frakka eða Pólverjar. Eins gætu Spánverjar tryggt sér sæti í undanúrslitum. Leikurinn fór fram fram í Wiener Stadhalle í Vín í Austurríki og var bein textalýsing á mbl.is.

Íslendingar voru yfir allan síðari hálfleikinn, mest fjórum mörkum en Norðmenn náðu að sauma hressilega að íslenska liðinu á lokamínútunum eftir að hafa aldrei verið langt undan. Íslenska liðið hélt sínu striki og gaf ekki eftir forskot sitt á lokamínútunni. Björgvin Páll Gústavsson varði mikilvæg skot á lokakaflanum.

Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18:16. 

Arnór Atlason fór á kostum í leiknum var markahæstur með 10 mörk en hann innsiglaði sigurinn með 35. markinu innan við einni mínútu fyrir leikslok. 

Mörk Íslands: Arnór Atlason 10, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Snorri Steinn Guðjónsson 4, Róbert Gunnarsson 4, Alexander Petersson 3, Ólafur Stefánsson 3, Aron Pálmarsson 2, Vignir Svavarsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. 

Hreiðar Levy Guðmundsson varði 9 skot og Björgvin Páll Gústavsson varð annað eins af skotum.

Þetta er í annað sinn sem Ísland kemst í undanúrslit á Evrópumeistaramóti. Áður átti það sér stað á EM í Svíþjóð fyrir átta árum.

Leikmenn Noregs, kynning.

Ólafur Stefánsson í leiknum gegn Noregi.
Ólafur Stefánsson í leiknum gegn Noregi. mbl.is/Kristinn
Snorri Steinn Guðjónsson skorar fyrsta mark Íslands gegn Noregi.
Snorri Steinn Guðjónsson skorar fyrsta mark Íslands gegn Noregi. mbl.is/Kristinn
Ólafur Stefánsson fyrirliði ræðir við landsliðshópinn í upphitun gegn Norðmönnum.
Ólafur Stefánsson fyrirliði ræðir við landsliðshópinn í upphitun gegn Norðmönnum. mbl.is/Kristinn
Íslenskir stuðningsmenn eru mættir í höllina í Vín.
Íslenskir stuðningsmenn eru mættir í höllina í Vín. mbl.is/Kristinn
Íslenska landsliðið hitar upp fyrir leikinn gegn Noregi. Arnór Atlason, …
Íslenska landsliðið hitar upp fyrir leikinn gegn Noregi. Arnór Atlason, Björgvin Gústavsson og Logi Geirsson. mbl.is/Kristinn
Ingimundur Ingimundarson í baráttunni gegn Rússum.
Ingimundur Ingimundarson í baráttunni gegn Rússum. mbl.is/Kristinn
Ísland ka. 35:34 Noregur opna loka
60. mín. Frank Löke (Noregur) skoraði mark
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert