EM: Allir klárir í slaginn gegn Frökkum

Ólafur Stefánsson ásamt íslenskum stuðningsmönnum í Austurríki.
Ólafur Stefánsson ásamt íslenskum stuðningsmönnum í Austurríki. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik sagði við mbl.is í dag að ástandið á leikmönnum landsliðsins væri ótrúlega gott en liðið hefur leikið sex leiki á tíu dögum og á eftir að spila tvo leiki til viðbótar.

,,Það er enginn meiddur í liðinu. Ingimundur átti við smá meiðsli að stríða í upphafi vikunnar í nára en hann hefur jafnað sig af þeim. Hann hafði gott að hvíldinni í leiknum við Rússana,“ sagði Elís.

Íslensku leikmennirnir eru þessa stundina á æfingu í Wiener Stadthöllinni þar sem þeir leggja lokahönd á undirbúninginn gegn Frökkum. Leikurinn verður klukkan 13 að íslenskum tíma á morgun. 

Frakkar eru núverandi heims- og Ólympíumeistarar og geta fyrstir allra orðið heims- ólympíu- og Evrópumeistarar á sama tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert