Íslendingar, Frakkar og Króatar eru einu taplausu liðin á Evrópumótinu í handknattleik. Íslendingar hafa unnið 3 leiki og gert 3 jafntefli, Frakkar hafa 4 leiki og gert 2 jafntefli og Króatar hafa náð bestum árangri en þeir hafa unnið 5 leiki og gert eitt jafntefli, gegn Íslendingum.
Pólverjar, sem voru fyrstir til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum, töpuðu sínum fyrsta leik í keppninni í gær þegar þeir lágu fyrr Frökkum, 29:25. Pólsku leikmennirnir voru greinilega að spara kraftana í þeim leik enda öruggir í undanúrslitin fyrir leikinn.