Átta marka tap gegn Frökkum

Aron Pálmarsson lék vel þrátt fyrir átta marka tap gegn …
Aron Pálmarsson lék vel þrátt fyrir átta marka tap gegn Frökkum í dag. mbl.is/Kristinn

Ísland tapaði með átta marka mun gegn Frökkum í undanúrslitum Evrópumeistaramótsins í handknattleik. Lokatölur, 36:28. Frakkar leika því um gullverðlaunin en Ísland um bronsverðlaunin og hefst sá leikur kl. 14 á morgun. Króatía og Pólland mætast í hinum undanúrslitaleiknum sem hefst kl. 15.30.

Aðeins 2 mörk skildu liðin að í hálfleik þar sem að Frakkar voru með yfirhöndin 16:14.  Þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoruðu Frakkar fjögur mörk í röð og komust í 24:17.Ísland náði að minnka muninn í fimm mörk, 28:23, þegar fimmtán mínútur voru eftir en Frakkar svöruðu með því að skora þrjú mörk í röð.
Íslendingar réðu illa við Nikola Karabatic sem skoraði 9 mörk. Karabatic skoraði fjögur síðustu mörk Frakka í fyrri hálfleik. 

Því miður voru tæknileg vandamál á textalýsingu mbl.is og ekki náðist að laga það á meðan leikurinn fór fram. Beðist er velvirðingar á því.

Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 6, Arnór Atlason 5, Snorri Steinn Guðjónsson 5,  Guðjón Valur Sigurðsson 5, Alexander Petersson 3, Ólafur Stefánsson 2, Vignir Svavarsson 1,  Róbert Gunnarsson 1.

Mörk Frakka: Nikola Karabatic 9, Michael Guigou 6, Guillaume Joli 6, Guillaume Gille 3, Daniel Narcisse 3, Luc Abalo 3, Franck Junillon 2,   Jerome Fernandez 1. 

Króatía og Pólland eigast við í hinum undanúrslitaleiknum sem hefst kl. 15.30 í Wiener Stadthalle
Guðmundur Guðmundsson leyndi ekki vonbrigðum sínum í Vín í dag.
Guðmundur Guðmundsson leyndi ekki vonbrigðum sínum í Vín í dag. mbl.is/Kristinn
Ísland ka. 28:36 Frakkland opna loka
60. mín. Franck Junillon (Frakkland ) skoraði mark
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka