Króatar mæta Frökkum í úrslitum

Úr leik Króatíu og Póllands.
Úr leik Króatíu og Póllands. mbl.is/Kristinn

Króatar mæta Frökkum í úrslitum Evrópumeistaramóts karla í handknattleik eftir 23:21 sigur gegn Pólverjum í Vín í dag. Pólverjar mæta Íslendingum í leik um bronsverðlaunin. Pólverjar voru með yfirhöndina í hálfleik 10:9 en Króatar skoruðu 4 mörk gegn 1 í upphafi síðari hálfleiks og komust í 13:11.

Króatar mæta Frökkum í úrslitaleiknum á morgun kl. 16:30 en Póllland mætir Íslendingum í leik um bronsverðlaunin kl. 14.

Ivan Cupic skoraði 6 mörk fyrir Króatíu, Ivano Balic og Domagoj Duvnjak skoruðu 5 mörk hvor. 
Michal Jurecki skoraði 7 mörk fyrir Pólland.

Króatar hafa aldrei náð að landa sigri á Evrópumeistaramótinu en Króatar töpuðu í úrslitaleiknum gegn Dönum árið 2008 í Noregi. Króatar enduðu í þriðja sæti á EM árið 1994, og liðið tapaði leiknum um þriðja sætið árið 2004 í Slóveníu og 2006 í Sviss. 

Pólverjinn Mariusz Jurasik skýtur að marki Króatíu í dag í …
Pólverjinn Mariusz Jurasik skýtur að marki Króatíu í dag í Vín. Re
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert