Alexander Petersson sýndi ótrúleg tilþrif í vörninni þegar ein og hálf mínúta var eftir af leik Íslands og Póllands um þriðja sætið á EM í handbolta í Vín. Staðan var 28:26 fyrir Ísland, Pólverjar brunuðu upp í hraðaupphlaup, en með ótrúlegum hætti náði Alexander að slá boltann frá sóknarmanni Pólverja við vítateiginn.
Dæmd var leiktöf á íslenska liðsins og Alexander hljóp á gríðarlegri ferð úr hægra horninu í vörnina og náði Tomasz Tluczynski sem var einn á auðum sjó. Tilþrif Alexanders hafa vakið gríðarlega athygli og myndbandið segir allt sem segja þarf um vinnusemi hornamannsins.