„Möguleiki okkar felst í hraðanum“

Stelpurnar okkar eru klárar í slaginn; Berglind Íris Hansdóttir, Anna …
Stelpurnar okkar eru klárar í slaginn; Berglind Íris Hansdóttir, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Ásta Birna Gunnarsdóttir og Guðrún Ósk Maríasdóttir. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik stígur á stóra sviðið í kvöld í fyrsta skipti þegar liðið mætir Króatíu í lokakeppni EM. Leikið er í NRGi-höllinni í Árósum en þar mun Ísland leika alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni.

Liðið verður þar með þriðja íslenska A-landsliðið til þess að taka þátt í lokakeppni stórmóts ásamt karlalandsliðinu í handknattleik og kvennalandsliðinu í knattspyrnu.

Taka því sem að höndum ber

Andrúmsloftið verður vafalaust rafmagnað í herbúðum íslenska liðsins og það verður verðugt verkefni fyrir þjálfarann, Júlíus Jónasson, og fylgdarlið liðsins að halda spennustiginu í skefjum. Sjálfsagt verður það óvinnandi vegur enda verður þessi leikur miklu stærri en íslensku konurnar hafa spilað áður, þrátt fyrir að nokkrar þeirra hafi ágæta reynslu af Evrópuleikjum með félagsliðum.

Júlíus var nokkuð brattur þegar Morgunblaðið tók hann tali að æfingu lokinni í gær. „Undirbúningurinn gengur bærilega. Maður hefur alltaf eitthvað á hornum sér sem þjálfari en heilt yfir þá gengur vel. Við komumst klakklaust á leiðarenda sem er meira en margir aðrir en það hefur verið mikið vesen með samgöngur hérna í Danmörku og víðar eins og við vitum.

Það setti skipulag okkar aðeins út af sporinu að Spánverjar skyldu ekki komast til Danmerkur og því varð ekkert af æfingaleiknum gegn þeim sem fyrirhugaður var. Við tökum hins vegar bara því sem að höndum ber og settum upp tveggja tíma æfingu í staðinn þar sem var mikið spil,“ sagði Júlíus við Morgunblaðið.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert