Kraftaverk óskast

Rut Jónsdóttir skorar í leik Íslands og Svartfjallalands.
Rut Jónsdóttir skorar í leik Íslands og Svartfjallalands. mbl.is/Hilmar Þór

Hér í Árósum er heldur betur vetrarlegt um að litast, en hingað suður á bóginn hafa íslenskar landsliðskonur ferðast til þess að reyna fyrir sér í lokakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik.

Frumraunin hefur reynst verðugt verkefni enda er Ísland í geysilega sterkum riðli. Liðið tapaði illa fyrir Króatíu í fyrsta leik á þriðjudagskvöldið en lék vel gegn Svartfjallalandi á fimmtudagskvöldið og hefði hæglega getað náð betri úrslitum. Í dag mun liðið svo kljást við sjálfa heimsmeistarana frá Rússlandi.

Möguleikar Íslands á því að komast í milliriðil á EM eru orðnir harla litlir og nánast þarf kraftaverk til. Nógu erfitt verður að vinna Rússland en Ísland þarf að gera það með átta marka mun til þess að skilja Rússana eftir. Svartfjallaland og Króatía eru þegar komin áfram í milliriðil og eitt sæti er laust úr B-riðli okkar Íslendinga.

Eins marks sigur á Rússum myndi þó duga ef Króatar taka stig af Svartfellingum í seinni leik dagsins í Árósum. Annars er það innbyrðis markatala Íslands, Rússlands og Króatíu sem ræður ef liðin verða öll jöfn að stigum.

Sjá nánar ítarlega grein Kristjáns Jónssonar um kvennalandsliðið og EM í Árósum í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert