Arnór Atlason, landsliðsmaður í handknattleik og fyrirliði dönsku meistaranna AG Köbenhavn, segir að Danir eigi að komast í undanúrslitin í Evrópukeppninni sem hefst í Serbíu á sunnudaginn.
„Danmörk kemst örugglega í undanúrslitin - allt annað væri skandall. Með þetta lið í höndunum og niðurröðunina í keppninni, þá eiga Danir að vera í hópi þeirra fjögurra sem leika um verðlaunin, það er enginn vafi á því," segir Arnór í samtali við netmiðilinn hbold.dk.
Danir eru í A-riðli með Pólverjum, Serbum og Slóvökum og mæta liði Slóvaka í fyrsta lelik sínum á sunnudaginn. Í B-riðli eru Þýskaland, Svíþjóð, Tékkland og Makedónía en þrjú efstu lið í hvorum þessara riðla fara saman í milliriðil.