Kæru Makedóníumanna vísað frá (myndskeið)

Kiril Lazarov skýtur að marki Þjóðverja.
Kiril Lazarov skýtur að marki Þjóðverja. Reuters

Aganefnd evrópska handknattleikssambandsins hefur vísað kæru Makedóníu frá en handknattleikssamband Makedóníu sendi inn kæru eftir leikinn gegn Þjóðverjum á EM þar sem þeir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson voru dómarar.

Makedóníumenn vildu meina að boltinn hafi farið innfyrir marklínuna eftir skot stórskyttunnar Kiril Lazarov skömmu fyrir leikslok en Þjóðverjar hrósuðu sigri í spennuleik, 24:23. Þeir Anton og Hlynur dæmdu ekki mark og mótmæltu leikmenn Makedóníu og forráðamenn liðsins eftir leikinn.

Makedóníumenn hafa frest til klukkan 19 í dag til að áfrýja úrskurði aganefndarinnar.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert