Ótrúlegur endir og sigur Íslands

Íslensku leikmennirnir fagna sigrinum á Norðmönnum í Vrsac í kvöld.
Íslensku leikmennirnir fagna sigrinum á Norðmönnum í Vrsac í kvöld. Reuters

Ísland vann magnaðan sig­ur á Norðmönn­um, 34:32, í D-riðli Evr­ópu­móts karla í hand­knatt­leik í Millenni­um-höll­inni í serbneska bæn­um Vr­sac í kvöld, eft­ir hreint ótrú­lega loka­mín­útu.

Ísland er þar með komið með 2 stig eft­ir tvær um­ferðir, eins og Nor­eg­ur. Króatía er með 4 stig en Slóven­ía ekk­ert. Leik­ur Íslands og Slóven­íu á föstu­dag ræður end­an­lega úr­slit­um í riðlin­um en Ísland, Nor­eg­ur og Slóven­ía berj­ast um tvö sæti í mill­iriðli.

Norðmenn voru yfir í hálfleik, 20:18, og voru síðan með for­yst­una nær all­an seinni hálfleik­inn. Mest munaði fjór­um mörk­um, 25:21, og staðan var 30:27, Norðmönn­um í hag, þegar níu mín­út­ur voru eft­ir.

En lokakafl­inn var magnaður hjá ís­lenska liðinu sem komst yfir, 32:31, þegar fimm mín­út­ur voru eft­ir. Norðmenn jöfnuðu, 32:32, og fengu síðan bolt­ann í þeirri stöðu þegar 75 sek­únd­ur voru eft­ir. Björg­vin Páll  varði skot, Ísland fékk hraðaupp­hlaup og Vign­ir Svavars­son skoraði, 33:32.

Norðmenn  gátu jafnað en Björg­vin Páll varði frá Bjarte Myr­hol úr dauðafæri á lín­unni þegar 25 sek­únd­ur voru eft­ir. Ísland fékk bolt­ann og hélt hon­um, og Ró­bert Gunn­ars­son fór í gegn í blá­lok­in og inn­siglaði sig­ur­inn, 34:32.

Mörk Íslands: Ró­bert Gunn­ars­son 9, Guðjón Val­ur Sig­urðsson 8, Al­ex­and­er Peters­son 5, Aron Pálm­ars­son 5, Þórir Ólafs­son 3, Ásgeir Örn Hall­gríms­son 2, Arn­ór Atla­son 1, Vign­ir Svavars­son 1.

Mörk Nor­egs: Er­lend Mame­lund 10, Lars Erik Björn­sen 5, Bjarte Myr­hol 3, Ein­ar Kor­en 3, Espen Lie Han­sen 3, Börge Lund 3, Chri­stof­fer Ram­bo 2, Håv­ard Tved­ten 2, Vegard Samdahl 1.

Lið Íslands: Björg­vin Páll Gúst­avs­son, Hreiðar Levý Guðmunds­son - Vign­ir Svavars­son, Kári Kristján Kristjáns­son, Aron Pálm­ars­son, Ingi­mund­ur Ingi­mund­ar­son, Ásgeir Örn Hall­gríms­son, Arn­ór Atla­son, Þórir Ólafs­son, Guðjón Val­ur Sig­urðsson, Ólaf­ur A. Guðmunds­son, Al­ex­and­er Peters­son, Sver­re Jak­obs­son, Ró­bert Gunn­ars­son, Ólaf­ur Bjarki Ragn­ars­son.

Lið Nor­egs: Ole Erevik, Svenn Erik Med­hus - Kenn­eth Klev, Vegard Samdahl, Lars Erik Björn­sen, Bjarte Myr­hol, Börge Lund, Håv­ard Tved­ten, Er­lend Mame­lund, Chri­stof­fer Ram­bo, Espen Lie Han­sen, Magn­us Jön­dal, Ein­ar Kor­en, Sondre Paul­sen, Kent Tönn­esen.

Róbert Gunnarsson í hörðum slag á línunni gegn Norðmönnum.
Ró­bert Gunn­ars­son í hörðum slag á lín­unni gegn Norðmönn­um. Reu­ters
Alexander Petersson skorar í leiknum í kvöld.
Al­ex­and­er Peters­son skor­ar í leikn­um í kvöld. mbl.is/​Hilm­ar Þór
Ísland 34:32 Nor­eg­ur opna loka
Róbert Gunnarsson - 9
Guðjón Valur Sigurðsson - 8 / 4
Aron Pálmarsson - 5
Alexander Petersson - 5
Þórir Ólafsson - 3
Ásgeir Örn Hallgrímsson - 2
Vignir Svavarsson - 1
Arnór Atlason - 1
Mörk 10 - Erlend Mamelund
5 - Lars Erik Björnsen
3 - Börge Lund
3 - Bjarte Myrhol
3 - Einar Koren
3 - Espen Lie Hansen
2 - Håvard Tvedten
2 - Christoffer Rambo
1 - Vegard Samdahl
Björgvin Páll Gústavsson - 9
Hreiðar Levý Guðmundsson - 4
Ísland - 1
Varin skot 8 - Ole Erevik
6 - Svenn Erik Medhus
1 - Noregur

6 Mín

Brottvísanir

8 Mín

mín.
60 Leik lokið
Ótrúleg lokamínúta og magnaður sigur!!!
60 34 : 32 - Róbert Gunnarsson (Ísland ) skoraði mark
af línunni, 2 sekúndur eftir*!!!
60 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
frá Myrhol af línunni, 25 sek. eftir, og Ísland fær boltann!!!
60 33 : 32 - Vignir Svavarsson (Ísland ) skoraði mark
Hraðaupphlaup, 40 sekúndur eftir!
60 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
59 Ole Erevik (Noregur) varði skot
frá Alexander, 1,15 mín. eftir. Norðmenn fá boltann.
58 32 : 32 - Bjarte Myrhol (Noregur) skoraði mark
af línunni.
58 Ole Erevik (Noregur) varði skot
frá Guðjóni Val í góðu færi í horninu
57 Bjarte Myrhol (Noregur) skýtur framhjá
af línunni!!!
57 Ole Erevik (Noregur) varði skot
frá Ásgeiri
56 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
frá Tvedten í horninu. Nú er að ná tveggja marka forystu!
55 32 : 31 - Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland ) skoraði mark
Brýst í gegn, glæsilega gert.
55 31 : 31 - Lars Erik Björnsen (Noregur) skoraði mark
úr hægra horninu
55 Textalýsing
Mögnuð umskipti síðustu mínúturnar. Vörnin loksins orðin öflug og fjögur mörk í röð.
55 Noregur tekur leikhlé
Robert Hedin tekur leikhlé.
54 31 : 30 - Róbert Gunnarsson (Ísland ) skoraði mark
af línunni, Ásgeir Örn lá á vellinum en náði samt línusendingu!!!
54 Noregur tapar boltanum
53 30 : 30 - Þórir Ólafsson (Ísland ) skoraði mark
hraðaupphlaup - loks jafnt á ný
52 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
52 29 : 30 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ) skoraði mark
hraðaupphlaup
52 Espen Lie Hansen (Noregur) skýtur framhjá
51 28 : 30 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ) skorar úr víti
51 Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland ) fiskar víti
með gegnumbroti
51 27 : 30 - Håvard Tvedten (Noregur) skoraði mark
lyfti yfir Björgvin sem var hársbreidd frá því að verja
50 27 : 29 - Róbert Gunnarsson (Ísland ) skoraði mark
Línusending Arnórs
50 26 : 29 - Erlend Mamelund (Noregur) skoraði mark
Labbaði í gegnum vörnina, þó Norðmenn væru manni færri! Tíunda markið hans
49 26 : 28 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ) skoraði mark
Úr vinstra horninu eftir sendingu Arnórs
49 Kenneth Klev (Noregur) fékk 2 mínútur
braut á Róberti á línunni.
48 25 : 28 - Lars Erik Björnsen (Noregur) skoraði mark
Sirkusmark!
48 25 : 27 - Aron Pálmarsson (Ísland ) skoraði mark
Stillt upp í aukakast!
47 Noregur tapar boltanum
Lína á Tvedten í horninu
47 Svenn Erik Medhus (Noregur) varði skot
frá Alexander
46 Sverre Jakobsson (Ísland ) fékk 2 mínútur
Vont mál, önnur brottvísun hans.
46 24 : 27 - Einar Koren (Noregur) skoraði mark
af línunni
45 Ísland tapar boltanum
ruðningur á Alexander
45 Börge Lund (Noregur) skýtur framhjá
hátt yfir!
45 Ísland tapar boltanum
ruðningur á Aron
44 24 : 26 - Håvard Tvedten (Noregur) skoraði mark
úr vinstra horninu.
44 24 : 25 - Aron Pálmarsson (Ísland ) skoraði mark
þrumufleygur fyrir utan. Allt annað að sjá liðið núna!
43 Espen Lie Hansen (Noregur) skýtur framhjá
43 23 : 25 - Alexander Petersson (Ísland ) skoraði mark
vörnin galopnuð, sending Arons
42 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
frá Mamelund
42 Ísland (Ísland ) varði skot
vörnin varði í horn
41 22 : 25 - Aron Pálmarsson (Ísland ) skoraði mark
Gegnumbrot af harðfylgi
41 Espen Lie Hansen (Noregur) fékk 2 mínútur
braut á Róberti sem var að fá boltann í dauðafæri á línunni
40 Textalýsing
Ólafur Bjarki Ragnarsson kominn inná í sóknina
40 Ísland tekur leikhlé
Guðmundur tekur leikhlé.
40 21 : 25 - Lars Erik Björnsen (Noregur) skoraði mark
Hroðalegur kafli, mark úr hægra horninu.
40 Svenn Erik Medhus (Noregur) varði skot
frá Aroni
40 21 : 24 - Vegard Samdahl (Noregur) skoraði mark
Fyrir utan, í gólfið og inn
39 Ísland tapar boltanum
ruðningur á Arnór
39 21 : 23 - Erlend Mamelund (Noregur) skoraði mark
Níunda markið hans, af gólfinu fyrir utan
38 Ísland tapar boltanum
38 21 : 22 - Lars Erik Björnsen (Noregur) skoraði mark
Úr hægra horninu
37 Aron Pálmarsson (Ísland ) skýtur framhjá
af gólfinu, undirhandarskot, geigaði.
37 Textalýsing
Bæði lið hafa bætt varnarleikinn í seinni hálfleik.
37 Espen Lie Hansen (Noregur) skýtur framhjá
36 21 : 21 - Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland ) skoraði mark
Hraðaupphlaup.
36 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
frá Mamelund
35 Ísland tapar boltanum
slæm sending Arons út í vinstra hornið
35 20 : 21 - Erlend Mamelund (Noregur) skoraði mark
Langskot af gólfinu!
34 Svenn Erik Medhus (Noregur) varði skot
Frá Alexander
33 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
frá Börge Lund í dauðafæri á línunni!
33 Ísland tapar boltanum
leiktöf
32 Börge Lund (Noregur) skýtur framhjá
32 20 : 20 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ) skoraði mark
Hraðaupphlaup, Sverre vann boltann.
32 Vignir Svavarsson (Ísland ) fékk 2 mínútur
31 Textalýsing
Björgvin er kominn í markið á ný fyrir Hreiðar. Björgvin fór af velli eftir 10 mínútur í fyrri hálfleiknum.
31 19 : 20 - Alexander Petersson (Ísland ) skoraði mark
brýst í gegn á miðjunni
31 Svenn Erik Medhus (Noregur) varði skot
Frá Aroni, Ásgeir Örn náði frákastinu.
31 Leikur hafinn
Ísland byrjar með boltann, tveimur mörkum undir.
30 Hálfleikur
Staðan er 20:18 fyrir Noreg eftir hnífjafnan fyrri hálfleik þar sem liðin hafa verið yfir til skiptis. Varnarleikur Íslands er ekki nærri því nógu góður og Erlend Mamelund fékk að leika lausum hala framan af og var snemma kominn með 7 mörk. Róbert Gunnarsson skoraði hinsvegar 6 mörk af línunni á fyrstu 20 mínútunum og fiskaði tvö vítaköst að auki. Aron Pálmarsson hefur ásamt honum verið besti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik.
30 Alexander Petersson (Ísland ) skýtur framhjá
Hafði lítinn tíma, skaut framhjá á síðustu sekúndu
30 18 : 20 - Börge Lund (Noregur) skoraði mark
Af gólfinu
30 Noregur tekur leikhlé
Sextán sekúndur eftir þegar Robert Hedin þjálfari Norðmanna tekur leikhlé. Þeir eru með boltann
30 Ísland tapar boltanum
Alexander missti boltann. Norðmenn fá tækifæri til að fara tveimur mörkum yfir í leikhléið
30 Svenn Erik Medhus (Noregur) varði skot
Ísland nær boltanum aftur, Aron af harðfylgi. 42 sekúndur eftir
30 18 : 19 - Espen Lie Hansen (Noregur) skoraði mark
skot fyrir utan
29 18 : 18 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ) skorar úr víti
28 Aron Pálmarsson (Ísland ) fiskar víti
braust í gegn og brotið á honum.
28 17 : 18 - Börge Lund (Noregur) skoraði mark
gegnumbrot
27 17 : 17 - Aron Pálmarsson (Ísland ) skoraði mark
Hörkuskot fyrir utan
27 16 : 17 - Lars Erik Björnsen (Noregur) skoraði mark
úr hægra horninu
27 Ísland tapar boltanum
26 16 : 16 - Christoffer Rambo (Noregur) skoraði mark
var vinstra megin en skoraði þar fyrir utan
25 Svenn Erik Medhus (Noregur) varði skot
ver frá Þóri úr horninu
25 Hreiðar Levý Guðmundsson (Ísland ) varði skot
24 16 : 15 - Þórir Ólafsson (Ísland ) skoraði mark
eftir sendingu frá Alexander útí hornið
24 15 : 15 - Espen Lie Hansen (Noregur) skoraði mark
braust laglega í gegn
23 15 : 14 - Arnór Atlason (Ísland ) skoraði mark
eftir sendingu Arons inná línuna
23 14 : 14 - Espen Lie Hansen (Noregur) skoraði mark
jafna úr hraðaupphlaupi, manni færri
23 Ísland tapar boltanum
23 Erlend Mamelund (Noregur) fékk 2 mínútur
fyrir að hanga í Alexander
22 14 : 13 - Bjarte Myrhol (Noregur) skoraði mark
af línunni
21 14 : 12 - Aron Pálmarsson (Ísland ) skoraði mark
Glæsimark, stillt upp aukakasti fyrir hann þegar merki var komið um leiktöf
20 Noregur tapar boltanum
20 13 : 12 - Róbert Gunnarsson (Ísland ) skoraði mark
Sjötta mark Róberts af línunni og hann hefur fiskað tvö vítaköst að auki
20 Sverre Jakobsson (Ísland ) fékk 2 mínútur
20 12 : 12 - Bjarte Myrhol (Noregur) skoraði mark
af línunni.
19 12 : 11 - Róbert Gunnarsson (Ísland ) skoraði mark
vippar yfir Erevik eftir sendingu Arnórs Atlasonar
19 Hreiðar Levý Guðmundsson (Ísland ) varði skot
hörkuskot frá Rambo
18 Ole Erevik (Noregur) varði skot
frá Ásgeiri Erni fyrir utan
18 Hreiðar Levý Guðmundsson (Ísland ) varði skot
frá Börge Lund
17 11 : 11 - Róbert Gunnarsson (Ísland ) skoraði mark
frábær sending Arons eftir vel heppnað leikkerfi.
17 10 : 11 - Erlend Mamelund (Noregur) skoraði mark
rífur sig í gegn af harðfylgi, hans 7. mark!!
16 10 : 10 - Þórir Ólafsson (Ísland ) skoraði mark
Úr hægra horninu eftir sendingu Arons.
16 9 : 10 - Einar Koren (Noregur) skoraði mark
eftir línusendingu frá Mamelund
15 Ísland tapar boltanum
15 9 : 9 - Erlend Mamelund (Noregur) skoraði mark
Langskot. Stöðvið manninn!!
14 9 : 8 - Róbert Gunnarsson (Ísland ) skoraði mark
Enn eftir línusendingu Arons.
14 Noregur tapar boltanum
Ásgeir Örn gómaði boltann.
13 8 : 8 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ) skorar úr víti
13 Róbert Gunnarsson (Ísland ) fiskar víti
eftir sendingu Arons.
13 Einar Koren (Noregur) fékk 2 mínútur
12 7 : 8 - Erlend Mamelund (Noregur) skoraði mark
Maðurinn er óstöðvandi!
12 Ole Erevik (Noregur) varði skot
12 Hreiðar Levý Guðmundsson (Ísland ) varði skot
12 7 : 7 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ) skoraði mark
af línunni eftir sendingu Arons sem var sjálfur nánast kominn inná línuna.
11 6 : 7 - Erlend Mamelund (Noregur) skoraði mark
Fjórða markið hjá honum. Einhver sem man eftir Kjetil Strand?
11 Ole Erevik (Noregur) varði skot
frá Arnóri. Erfitt skot fyrir utan og Erevik varði auðveldlega
10 6 : 6 - Einar Koren (Noregur) skoraði mark
Óðu strax í gegn eftir miðjuna.
10 6 : 5 - Alexander Petersson (Ísland ) skoraði mark
Hörkuskot fyrir utan, hans 3ja mark
9 Bjarte Myrhol (Noregur) gult spjald
9 Noregur tapar boltanum
skref
9 Ole Erevik (Noregur) varði skot
frá Guðjóni Val úr horninu.
9 5 : 5 - Christoffer Rambo (Noregur) skoraði mark
hörku langskot í þverslána og inn.
8 Noregur (Noregur) varði skot
norska vörnin varði skot Arons.
7 5 : 4 - Erlend Mamelund (Noregur) skoraði mark
Ætlar hann enn einu sinni að eiga stórleik gegn Íslandi??
7 5 : 3 - Alexander Petersson (Ísland ) skoraði mark
Keyrði í gegnum vörn Noregs af krafti.
7 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
frá Börge Lund
6 4 : 3 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ) skorar úr víti
6 Róbert Gunnarsson (Ísland ) fiskar víti
6 3 : 3 - Erlend Mamelund (Noregur) skoraði mark
hörkuskot fyrir utan
6 Ísland tapar boltanum
hindrun á línunni.
5 3 : 2 - Börge Lund (Noregur) skoraði mark
langskot, af gólfinu, vinstra megin.
4 3 : 1 - Alexander Petersson (Ísland ) skoraði mark
hraðaupphlaup og sending Ingimundar.
4 Noregur tapar boltanum
3 2 : 1 - Róbert Gunnarsson (Ísland ) skoraði mark
aftur af línunni eftir sendingu Arons.
3 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
frá Rambo
2 1 : 1 - Róbert Gunnarsson (Ísland ) skoraði mark
af línunni eftir sendingu Arons.
2 Ole Erevik (Noregur) varði skot
varði frá Aroni en í innkast.
2 Alexander Petersson (Ísland ) skýtur framhjá
skaut í stöng.
1 0 : 1 - Erlend Mamelund (Noregur) skoraði mark
Brýst í gegn eftir 55 sekúndur.
1 Textalýsing
Íslendingar eru rauðklæddir í kvöld, Norðmenn hvítklæddir.
1 Leikur hafinn
Olesen og Pedersen flauta til leiks. Norðmenn byrja.
0 Textalýsing
"Við verðum að spila betri varnarleik en gegn Króötum til að sigra í kvöld. Þá koma markvarslan og hraðaupphlaupin," segir Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarþjálfari við RÚV rétt fyrir leik í Vrsac.
0 Textalýsing
Þjóðsöngvar þjóðanna eru nú leiknir í Vrsac. Sá íslenski fyrst, síðan sá norski. Örstutt í leik.
0 Textalýsing
@iben á Twitter: Upphitun í 11 mínútur í Vrsac.
0 Textalýsing
Lið Íslands og Noregs komust inná gólfið til að hita upp þegar enn voru 23 mínútur í leikinn svo liðin fá meira en 5 mínúturnar frægu sem Ísland og Króatía fengu til að hita upp í fyrrakvöld.
0 Textalýsing
Leik Króata og Slóvena er lokið með sigri Króata, 31:29, nákvæmlega sömu tölur og þegar þeir lögðu Ísland í fyrrakvöld. Króatar eru sem sagt komnir í milliriðil.
0 Textalýsing
Níu af fimmtán leikmönnum Noregs í kvöld spila með liðum í norsku úrvalsdeildinni. Tveir eru lærisveinar Guðmundar Þ. Guðmundssonar hjá RN Löwen í Þýskalandi, þeir Bjarte Myrhol og Börge Lund, og þá er Kenneth Klev samherji Rúnars Kárasonar hjá Bergischer í Þýskalandi. Þrír leika í Danmörku, Håvard Tvedten og markvörðurinn Ole Erevik með Aalborg og Espen Lie Hansen spilar með Bjerringbro-Silkeborg.
0 Textalýsing
Norðmenn hófu mótið með 15 leikmenn eins og mörg önnur lið. Fyrr í dag bættu þeir 16. leikmanninum í hópinn en það er Kent Tönnesen, tvítug skytta frá Haslum sem á 6 landsleiki að baki.
0 Textalýsing
Johnny Jensen, lykilmaður í varnarleik Noregs og samherji Hreiðars Levý Guðmundssonar hjá norska úrvalsdeildarliðinu Nötteröy, fékk rauða spjaldið á 34. mínútu gegn Slóvenum og er í banni í kvöld. Hann er aldursforseti Norðmanna, verður fertugur í febrúar.
0 Textalýsing
Norðmenn sigruðu Slóvena 28:27 í hörkuleik í fyrstu umferðinni. Bjarte Myrhol, Erlend Mamelund og Christoffer Rambo voru markahæstir í norska liðinu með 6 mörk hver og Einar Koren gerði 4 mörk.
0 Textalýsing
Ísland og Noregur hafa mæst 80 sinnum í A-landsleik karla frá upphafi. Ísland hefur unnið 38 leiki, Noregur 28 og 14 hafa endað með jafntefli.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Per Olesen og Lars Ejby Pedersen frá Danmörku.

Gangur leiksins: 3:2, 6:6, 9:9, 13:12, 16:15, 18:20, 20:21, 21:25, 24:26, 27:29, 32:31, 34:32.

Lýsandi:

Völlur: Millennium höllin í Vrsac, Serbíu

Ísland : (M). .

Noregur: (M). .

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert