Ótrúlegur endir og sigur Íslands

Íslensku leikmennirnir fagna sigrinum á Norðmönnum í Vrsac í kvöld.
Íslensku leikmennirnir fagna sigrinum á Norðmönnum í Vrsac í kvöld. Reuters

Ísland vann magnaðan sigur á Norðmönnum, 34:32, í D-riðli Evrópumóts karla í handknattleik í Millennium-höllinni í serbneska bænum Vrsac í kvöld, eftir hreint ótrúlega lokamínútu.

Ísland er þar með komið með 2 stig eftir tvær umferðir, eins og Noregur. Króatía er með 4 stig en Slóvenía ekkert. Leikur Íslands og Slóveníu á föstudag ræður endanlega úrslitum í riðlinum en Ísland, Noregur og Slóvenía berjast um tvö sæti í milliriðli.

Norðmenn voru yfir í hálfleik, 20:18, og voru síðan með forystuna nær allan seinni hálfleikinn. Mest munaði fjórum mörkum, 25:21, og staðan var 30:27, Norðmönnum í hag, þegar níu mínútur voru eftir.

En lokakaflinn var magnaður hjá íslenska liðinu sem komst yfir, 32:31, þegar fimm mínútur voru eftir. Norðmenn jöfnuðu, 32:32, og fengu síðan boltann í þeirri stöðu þegar 75 sekúndur voru eftir. Björgvin Páll  varði skot, Ísland fékk hraðaupphlaup og Vignir Svavarsson skoraði, 33:32.

Norðmenn  gátu jafnað en Björgvin Páll varði frá Bjarte Myrhol úr dauðafæri á línunni þegar 25 sekúndur voru eftir. Ísland fékk boltann og hélt honum, og Róbert Gunnarsson fór í gegn í blálokin og innsiglaði sigurinn, 34:32.

Mörk Íslands: Róbert Gunnarsson 9, Guðjón Valur Sigurðsson 8, Alexander Petersson 5, Aron Pálmarsson 5, Þórir Ólafsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Arnór Atlason 1, Vignir Svavarsson 1.

Mörk Noregs: Erlend Mamelund 10, Lars Erik Björnsen 5, Bjarte Myrhol 3, Einar Koren 3, Espen Lie Hansen 3, Börge Lund 3, Christoffer Rambo 2, Håvard Tvedten 2, Vegard Samdahl 1.

Lið Íslands: Björgvin Páll Gústavsson, Hreiðar Levý Guðmundsson - Vignir Svavarsson, Kári Kristján Kristjánsson, Aron Pálmarsson, Ingimundur Ingimundarson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Þórir Ólafsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur A. Guðmundsson, Alexander Petersson, Sverre Jakobsson, Róbert Gunnarsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson.

Lið Noregs: Ole Erevik, Svenn Erik Medhus - Kenneth Klev, Vegard Samdahl, Lars Erik Björnsen, Bjarte Myrhol, Börge Lund, Håvard Tvedten, Erlend Mamelund, Christoffer Rambo, Espen Lie Hansen, Magnus Jöndal, Einar Koren, Sondre Paulsen, Kent Tönnesen.

Róbert Gunnarsson í hörðum slag á línunni gegn Norðmönnum.
Róbert Gunnarsson í hörðum slag á línunni gegn Norðmönnum. Reuters
Alexander Petersson skorar í leiknum í kvöld.
Alexander Petersson skorar í leiknum í kvöld. mbl.is/Hilmar Þór
Ísland 34:32 Noregur opna loka
60. mín. Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ) varði skot
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert