Króatar komu Íslandi áfram

Blazenko Lackovic skorar fyrir Króatíu gegn Noregi í kvöld.
Blazenko Lackovic skorar fyrir Króatíu gegn Noregi í kvöld. Reuters

Króatía sigraði Noreg, 26:20, í síðasta leiknum í D-riðli Evrópumóts karla í handbolta í Vrsac í Serbíu í kvöld og þar með eru Íslendingar komnir í milliriðil keppninnar ásamt Króötum og Slóvenum.  Ísland hefur keppni í riðlinum án stiga á sunnudaginn, gegn Frökkum eða Ungverjum, en þriðju mótherjarnir verða Spánverjar.

Króatar voru alltaf með undirtökin í leiknum í kvöld, komust í 12:6 og voru yfir, 13:8, í hálfleik. Norðmenn minnkuðu muninn í fjögur mörk en komust aldrei nær. Þeir þurftu stig til að komast áfram á kostnað Íslendinga en það var aldrei inni í stöðunni.

Lokastaðan í riðlinum varð sú að Króatía fékk 6 stig, Slóvenía 2, Ísland 2 og  Noregur 2 stig.

Króatía  fer með 4 stig í milliriðilinn, Slóvenía 2 stig en Ísland ekkert stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert