„Það gekk bara ekkert upp og hvergi ljósneisti í þessum leik okkar,“ sagði Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handknattleik, við mbl.is eftir tapið fyrir Slóvenum á Evrópumótinu í handknattleik í Serbíu í kvöld.
„Hvorki varnar- né sóknarleikurinn gekk og þannig er ekki hægt að vinna leik,“ sagði Róbert og var eðlilega vonsvikinn eins og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins eftir leikinn.
„Við ætluðum okkur miklu meira. En ef við komust áfram þá förum við án stiga í milliriðilinn,“ segir Róbert. Sú staðreynd er undir takmarki íslenska landsliðsins sem vildi helst fara með a.m.k. tvö stig áfram.