Íslandi gefin mörk í lokin?

Arnór Atlason brýst í gegn og skorar í leiknum við …
Arnór Atlason brýst í gegn og skorar í leiknum við Slóveníu í dag. Reuters

Það fer vart á milli mála að Slóven­ar  gáfu Íslend­ing­um tvö síðustu mörk­in í leik þjóðanna á Evr­ópu­mót­inu í hand­knatt­leik í kvöld, til þess að standa sjálf­ir bet­ur að vígi í mill­iriðli keppn­inn­ar.

Staðan var 34:30 fyr­ir Slóvena þegar ein mín­úta var eft­ir. Hefðu þeir unnið með fjög­urra marka mun, hefði ís­lenska liðið verið úr leik. Það hefði þýtt að Slóven­ar hefðu farið stiga­laus­ir í mill­iriðil­inn.

Eins til þriggja marka sig­ur á Íslandi þýddi hins­veg­ar að Slóven­ar munu taka með sér tvö stig í mill­iriðil­inn, svo framar­lega sem Norðmenn tapa fyr­ir Króöt­um á eft­ir og Íslend­ing­ar kom­ast áfram.

Slóven­ar tóku leik­hlé þegar tæp mín­úta var eft­ir og einn leik­manna þeirra setti hand­klæði fyr­ir hljóðnema sjón­varps­ins, svo ekki heyrðist hverj­ar fyr­ir­skip­an­ir þjálf­ar­ans væru.

Síðan hófst leik­ur­inn að nýju. Uros Zorm­an, hinn reyndi leik­stjórn­andi Slóvena, tapaði  bolt­an­um tvisvar í röð og Íslend­ing­ar skoruðu tvisvar. Þegar Kári Kristján Kristjáns­son skoraði fyrra markið reyndi eng­inn Slóveni að ná frá­kast­inu eft­ir að Skof markvörður hafði varið fyrra skot Íslands frá Þóri Ólafs­syni.

Vænt­an­lega hafa Norðmenn í höll­inni í Vr­sac ekki verið hress­ir með þess­ar lykt­ir mála.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert