Ísland þarf að treysta á að Norðmenn tapi fyrir Króatíu á eftir, í kjölfarið á ósigri gegn Slóveníu, 32:34, í þriðju og síðustu umferð riðlakeppninnar á Evrópumóti karla í handknattleik í Vrsac í Serbíu.
Króatía er með 4 stig, Ísland 2, Noregur 2 og Slóvenía 2 stig. Króatía og Slóvenía eru komin áfram í milliriðil.
Nái Norðmenn stigi af Króötum á eftir komast þeir í milliriðillinn og Íslendingar fara heim. Ef Króatar vinna leikinn eru Norðmenn úr leik og Íslendingar komast áfram. Fyrir Króata er til mikils að vinna, því ef þeir tapa stigi eða stigum til Norðmanna, eru þeir um leið að tapa þeim stigum til þeirra í milliriðlinum.
Fari Ísland áfram í milliriðil, verður liðið án stiga vegna tapleikjanna gegn Króatíu og Slóveníu.
Slóvenar náðu fjögurra marka forskoti rétt fyrir hlé, 17:13, og héldu því forskoti að mestu í seinni hálfleik. Íslendingar skoruðu tvö síðustu mörkin og björguðu sér þannig fyrir horn.
Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Arnór Atlason 5, Alexander Petersson 4, Þórir Ólafsson 3, Sverre Jakobsson 3, Aron Pálmarsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 3, Róbert Gunnarsson 1, Vignir Svavarsson 1.
Lið Íslands: Björgvin Páll Gústavsson, Hreiðar Levý Guðmundsson - Vignir Svavarsson, Kári Kristján Kristjánsson, Aron Pálmarsson, Ingimundur Ingimundarson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Þórir Ólafsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur A. Guðmundsson, Alexander Petersson, Sverre Jakobsson, Róbert Gunnarsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Oddur Gretarsson.
Lið Slóveníu: Gorazd Skof, Primoz Prost - David Miklavcic, Jure Dobelsek, Peter Pucelj, Matjaz Brumen, Marko Bezjak, Jure Dolenec, Sebastian Skube, David Spiler, Miha Zvizej, Luka Zvizej, Matej Gaber, Uros Zorman, Borut Mackovsek, Dragan Gajic.