Veik von úr sögunni

Arnór Atlason er hér tekinn föstum tökum af varnarmönnum Spánar.
Arnór Atlason er hér tekinn föstum tökum af varnarmönnum Spánar. mbl.is/Hilmar Þór Guðmundsson

Spánverjar sigruðu Íslendinga, 31:26, í milliriðli Evrópukeppni karla í handknattleik í Novi Sad í Serbíu í dag og þar með er veik von Íslands um að komast í undanúrslitin á mótinu úr sögunni.

Spánverjar eru hinsvegar komnir í undanúrslitin, sama hvernig leikir kvöldsins fara.

Spánn er með 7 stig, Króatía 4, Ungverjaland 3, Ísland 2, Slóvenía 2 og Frakkland 2 stig. Á eftir leikur Frakkland við Króatíu og síðan Ungverjaland við Slóveníu.

Slæm byrjun felldi íslenska liðið. Staðan var 10:3 um miðjan fyrri hálfleik og eftir það héldu Spánverjar nokkuð öruggri forystu. Minnst munaði þremur mörkum, 13:10 og 15:12, en í seinni hálfleik náði Ísland aldrei að minnka muninn í nema fjögur mörk þrátt  fyrir nokkur góð færi til þess.

Flest bendir nú til þess að leikur Íslands og Frakklands á morgun verði síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu en ef hann tapast endar það væntanlega í 11.-12. sæti.

Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 6, Rúnar Kárason 4, Aron Pálmarsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Arnór Atlason 3, Kári Kristján Kristjánsson 3, Þórir Ólafsson 2, Vignir Svavarsson 1, Ólafur A. Guðmundsson 1.

Julen Aguinagalde skoraði 5 mörk fyrir Spánverja, Iker Romero og Victor Tomás 4 hvor.

Lið Íslands: Björgvin Páll Gústavsson, Aron Rafn Eðvarðsson - Vignir Svavarsson, Kári Kristján Kristjánsson, Aron Pálmarsson, Ingimundur Ingimundarson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Þórir Ólafsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur A. Guðmundsson, Alexander Petersson, Sverre Jakobsson, Róbert Gunnarsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Rúnar Kárason.

Lið Spánar: José Javier Hombrados, José Sierra - Alberto Entrerríos, Eduardo Gurbindo, Jorge Maqueda, Victor Tomás, Raúl Entrerríos, Daniel Sarmiento, Julen Aguinagalde, Roberto García, Cristian Ugalde, Juanin García, Iker Romero, Joan Canellas, Viran Morros, Gedeon Guardiola.

Vignir Svavarsson í baráttu við Iker Romero.
Vignir Svavarsson í baráttu við Iker Romero. mbl.is/Hilmar Þór Guðmundsson
Ísland 26:31 Spánn opna loka
61. mín. Þessi leikur tapaðist á fyrstu 15 mínútunum þegar Spánn komst í 10:3.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert