Aron Pálmars: Getum verið þokkalega sáttir

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. mbl.is/Golli

„Við ætluðum okkur lengra en niðurstaðan er kannski í lagi og jákvæð fyrir framhaldið hjá okkur,“ sagði Aron Pálmarsson í samtali við mbl.is að loknum síðasta leik Íslands á EM í Serbíu.

„Helsti lærdómurinn er sá að við verðum að leggja meira í varnarleikinn áður en farið er á mót. Það þýðir ekkert að fá hann í gang í fjórða leik í móti sem þessu. En heilt yfir getum við verið þokkalega sáttir,“ sagði Aron og um sjálfan sig sagði hann það hafa sett strik í reikninginn að meiðast í baki eftir þrjá leiki.

„Það var hægt að tjasla mér þannig saman að ég gat spilað þrjá síðustu leikina. Auðvitað vildi ég gera betur, ekki síst í tapleikjunum. En þegar maður getur ekki beitt sér fullkomlega þá lætur maður margt fara í skapið á sér,“ sagði Aron Pálmarsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert