Jafntefli gegn meistaraliði Frakka

Guðjón Valur Sigurðsson skorar fyrir Ísland gegn Frakklandi í dag. …
Guðjón Valur Sigurðsson skorar fyrir Ísland gegn Frakklandi í dag. Luc Abalo nær ekki að stöðva hann. Reuters

Íslendingar og heims- Evrópu og ólympíumeistarar Frakka gerðu jafntefli, 29:29, í lokaleik þjóðanna í milliriðli 2 á Evrópumótinu í handknattleik í dag. Liðin enduðu bæði með 3 stig í riðlinum og Íslendingar hafna í 7.-10. sæti á mótinu. Ef Ungverjar ná stigi gegn Króötum endar Ísland í 9.-10. sæti en ef Ungverjar tapa leiknum endar Ísland í 7.-8. sæti.

Íslendingar byrjuðu leikinn afar vel. Þeir komust í 3:0 og náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik. Í hálfleik höfðu Íslendingar þriggja marka forystu, 15:12. Frakkar komu sterkir til leiks í seinni hálfleik. Þeir jöfnuðu fljótlega metin og komust yfir mest þremur mörkum en Íslendingar börðust vel á lokasprettinum og jafnaði Þórir Ólafsson metin úr vítakasti hálfri mínútu fyrir leikslok.

Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 5, Þórir Ólafsson 4, Rúnar Kárason 4, Aron Pálmarsson 4, Róbert Gunnarsson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Arnór Atlason 2
Ólafur Bjarki Ragnarsson 2. Vignir Svavarsson 1.

Mörk Frakka: William Accambray 10, Gregoire Detrez 4, Jérome Fernandez 3, Bertrand Gille 3, Samuel Honrubia 2, Daniel Narcisse 2, Luc Abalo 2, Cedric Sorhaindo 2, Guillaume Joli 1.

Staðan í milliriðlinum: Spánn 7 stig, Króatía 6, Slóvenía 4, Ungverjaland 3, Ísland 3, Frakkland 3. Spánn og Króatía eru komin í undanúrslit. Á eftir leikur Spánn við Slóveníu og Ungverjaland við Króatíu.

Lið Íslands: Björgvin Páll Gústavsson, Aron Rafn Eðvarðsson - Vignir Svavarsson, Kári Kristján Kristjánsson, Aron Pálmarsson, Ingimundur Ingimundarson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Þórir Ólafsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur A. Guðmundsson, Alexander Petersson, Sverre Jakobsson, Róbert Gunnarsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Rúnar Kárason.

Lið Frakklands: Thierry Omeyer, Daouda Karaboue - Jérome Fernandez, Didier Dinart, Xavier Barachet, Guillaume Gille, Bertrand Gille, Daniel Narcisse, Guillaume Joli, Samuel Honrubia, Nikola Karabatic, William Accambray, Luc Abalo, Cédric Sorhaindo, Grégoire Detrez, Arnaud Bingo.

Róbert Gunnarsson skorar fyrsta mark leiksins í dag.
Róbert Gunnarsson skorar fyrsta mark leiksins í dag. mbl.is/Hilmar Þór
Ísland 29:29 Frakkland opna loka
60. mín. Leik lokið Spennandi leik er lokið með jafntefli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert