Ósigurinn gegn Spánverjum þýðir að Ísland verður í hópi þeirra átján þjóða sem fara í umspil í júní og leika þar um níu sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik á Spáni 2013. Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið á sunnudaginn og mætir einhverju þeirra níu liða sem eru í neðri styrkleikaflokknum.
Þar eru tvö neðstu liðin á EM í Serbíu, Rússland og Slóvakía, og síðan sjö sigurvegarar í undanriðlum keppninnar, Austurríki, undir stjórn Patreks Jóhannessonar, Portúgal, Svartfjallaland, Holland, Litháen, Bosnía og Hvíta-Rússland. Í umspilinu er leikið heima og heiman. vs@mbl.is