EM: Alfreð er mættur til Belgrad

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. www.thw-provinzial.de

Alfreð Gíslason, þjálfari þýsku bikarmeistarana Kiel og fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, er mættur til Belgrad til þess að fylgjast með leikjum dagsins í dag á Evrópumeistaramótinu í handknattleik. Þá verður leikið til undanúrslita og um 5. sætið.

Alfreð kom til Belgrad í gær en eftir því sem næst verður komist mun hann halda heim til Þýskalands á nýjan leik á morgun. Þjálfarar og forráðamenn margra bestu handknattleiksliða heims leggja yfirleitt leið til á undanúrslita- og úrslitaleiki Evrópukeppninnar til þess að fylgjast með leikmönum m.a.

Kollegi hans hjá Rhein-Neckar Löwen og núverandi landsliðsþjálfari Ísland, Guðmundur Þórður Guðmundsson, fór frá Serbíu í gærmorgun um leið og landsliðsmenn Íslands og aðstoðarmenn yfirgáfu landið eftir lokaleik sinn í mótinu.

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, er einn eftir í Belgrad af íslenska hópnum en hann er embættiserindum í borginni fram yfir helgina. M.a. verður Einar viðstaddur þegar dregið verður í umspilsleikina fyrir HM á sunnudaginn í keppnishöllinni í Belgrad.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert