Veselin Vukovic, þjálfari serbnska karlalandsliðsins í handbolta, segir að fáviti hafi kostað sína menn gullið á Evrópumótinu en segir þó að Danir hafi verið með besta liðið í keppninni.
Zarko Sesum gat ekki tekið þátt í úrslitaleiknum gegn Dönum í gær en aðskotahluti var kastað í auga leikmannsins í undanúrslitaleiknum á móti Króötum á föstudagskvöldið og var leikmaðurinn ekki leikfær í úrslitaleiknum.
„Við söknuðum Sesum og fjarvera hans skaðaði okkar lið. Húrra! Einn fáviti kostaði okkur gullið,“ sagði Vukovic við serbneska blaðið Blic eftir leikinn.