Kúabjöllurnar þögnuðu

Kári Kristján Kristjánsson fagnar ásamt íslensku markvörðunum eftir sigurinn á …
Kári Kristján Kristjánsson fagnar ásamt íslensku markvörðunum eftir sigurinn á Norðmönnum í gær. AFP

Á fjórða þúsund Norðmenn mættu bjartsýnir til leiks í Gigantium-höllina í Álaborg í gær, margir vopnaðir kúabjöllum, þess albúnir að sjá sína menn vinna loks sigur á íslenska landsliðinu á stórmóti eftir eftir átta ára bið.

Kúabjöllurnar þögnuðu fljótt því vel undirbúið íslenskt landslið mætti ákveðið til leiks og skvetti köldu vatni yfir bæði leikmenn norska landsliðsins og stuðningsmenn. Kúabjöllunum var lagt og norska landsliðinu var skellt á ippon, fullnaðarsigur. Lokatölur 31:26, eftir að íslenska landsliðið hafði verið með sex marka forskot í hálfleik, 16:10.

Frábær byrjun á mótinu hjá íslenska landsliðinu, en mikill vafi lék á um hver styrkur þess væri fyrir mótið.

Norðmenn voru brattir og bjartsýnir. Frode Scheie, fyrrverandi landsliðsmaður Norðmanna, skaut sig í fótinn með yfirlýsingum um að íslenska landsliðið nú væri það lakasta á öldinni. Þessi orð kveiktu í leikmönnum íslenska landsliðsins sem svöruðu um hæl. Hrokinn í herbúðum norska landsliðsins varð því að falli.

Sjá nánar umfjöllun um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka