Aron: Fannst við eiga séns

Aron Kristjánsson vonsvikinn í Álaborg í kvöld.
Aron Kristjánsson vonsvikinn í Álaborg í kvöld. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Aron Kristjáns­son, landsliðsþjálf­ari í hand­knatt­leik, var skilj­an­lega svekkt­ur með tapið gegn Spán­verj­um, 33:28. Hann sagði töl­urn­ar þó ekki gefa rétta mynd af leikn­um.

„Það má segja það. Þetta var hörku leik­ur þar sem liðin skipt­ust á að hafa for­skot. Mér fannst við í seinni hálfleik klúðra mörg­um góðum fær­um. Við lát­um reka okk­ur klaufa­lega af velli svo þeir ná nokkr­um mörk­um, kom­ast yfir og ná þannig und­ur­tök­un­um. Svo klúðruðum við fær­um á að jafna. En þetta var spenn­andi leik­ur al­veg fram á síðustu tvær mín­út­urn­ar. Við tók­um séns í lok­in en þeir refsa og þá var þetta búið,“ sagði Aron í viðtali við RUV eft­ir leik.

Íslend­ing­ar áttu þó góðar risp­ur í leikn­um en það var sér­stak­lega kafl­ar í fyrri og seinni hálfleik þar sem bak­slag kom í leik liðsins og Spán­verj­ar gengu á lagið og skoruðu meðal ann­ars sex mörk í röð í síðari hálfleik.

„Þar erum við að lenda í erfiðleik­um, bæði ein­um færri og tök­um einnig ótíma­bær skot. Það er dýrt á móti Spán­verj­um, sagði Aron. Hann sagði leik­inn hafa verið mjög erfiðan enda and­stæðing­ur­inn sterk­ur.

„Þetta er hörku lið og með góða leik­menn í öll­um stöðum enda ríkj­andi Heims­meist­ar­ar. Okk­ur fannst við eiga séns að taka þá hér í dag og mér fannst það í leikn­um líka. Það þurfti ekki mikið til í viðbót,“ sagði Aron í viðtali við RUV eft­ir leik.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert