Sverre: Okkur var refsað

Sverre Jakobsson, Bjarki Már Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson í …
Sverre Jakobsson, Bjarki Már Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson í leikslok. mbl.is/Eva Björk

„Þetta var jafn leikur í 50 mínútur en undir lokin þá var okkur refsað fyrir að vanda okkur ekki nógu mikið,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik eftir tapið fyrir Spánverjum á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í Álaborg í kvöld.

„Við gáfum allt í leikinn,  en því miður þá nægði það ekki.  Tækifærin voru fyrir hendi en því miður þá féll eitt og annað ekki okkar megin.  Þetta er mjög svekkjandi að ná ekki að halda þessu í leik allt til enda. Það sannasta alltaf betur og betur að gegn þessum allra bestu liðum verða menn að ná að leika vel frá upphafi og til enda til þess að ná hagstæðum úrslitum. Spánverjar nýta öll tækifæri sem þeir hafa, þeir hafa gæðin til þess,“ sagði Sverre Andrea Jakobsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert