Íslendingar lögðu Makedóníumenn, 29:27, í 2. umferð í milliriðli á Evrópumótinu í handknattleik í Herning í Danmörku dag.
Makedóníumennirnir veittu íslenska liðinu svo sannarlega harða keppni. Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa en Makedónía skoraði fyrstu fjögur mörk leiksins. Íslenska liðið náði smátt og smátt tökum á leiknum og það var ekki síst fyrir frábæra markvörslu Björgvins Páls Gústavssonar og góðan leik Ásgeirs Arnar í sókninni sem Íslendingar sigu frammúr og í hálfleik var staðan, 14:11, íslenska liðinu í vil.
Makdóníumenn skoruðu þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og jöfnuðu metin, 14:14. Íslendingar náðu frumkvæðinu á ný en Makdóníumennirnir voru aldrei langt undan og spennan var mikil á lokamínútunum. Það var nýliðinn Gunnar Steinn Jónsson sem innsiglaði sigur Íslendingar þegar hann kom Íslendingum í 29:27, 15 sekúndum fyrir leikslok.
Íslendingar eru þar með komnir með 5 stig í milliriðlinum og eru í öðru sæti á eftir Dönum en Danir og Spánverjar eiga eftir spila síðar í dag og í kvöld. Danmörk er með 6 stig, Ísland 5, Spánn 4, Ungverjaland 3, Makedónía 2 og Austurríki ekkert.
Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 6/2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 6, Róbert Gunnarsson 4, Þórir Ólafsson Ólafur A. Guðmundsson 3, Snorri Steinn Guðjónsson, Gunnar Steinn Jónsson 2, Vignir Svavarsson 1, Rúnar Kárason 1, Bjarki Már Gunnarsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16/2.